Þeim öku­tækjum fjölgar sem greiða ekki fyrir notkun vega­kerfisins með sama hætti og bensín- og dísil­bílar. Stefnan er að fjölga hrein­orku­bílum vegna já­kvæðra á­hrifa á um­hverfið. Kaup­endur raf­bíla njóta skatta­í­vilnana. En ljóst er að hluti not­enda getur ekki til lengdar staðið undir upp­byggingu og við­haldi vega meðan aðrir sleppa.

FÍB telur að kíló­metra­gjald sé skyn­sam­legasta og sann­gjarnasta gjald­töku­leiðin af bílum og um­ferð til fram­tíðar.

Um­ræða um þessa gjald­töku­að­ferð getur fljótt orðið flókin og skapað mis­skilning sem heftir frekari úr­vinnslu. Því þarf að hefja undir­búning strax með fjöl­breyttu sam­ráði við bíl­eig­endur og hags­muna­­aðila. Æski­legt væri að setja á­formaða gjald­töku upp í reikni­vél þannig að hver og einn bíl­eig­andi geti áttað sig á kostnaðinum. Al­menningur þarf að geta mátað mis­munandi akstur­s­notkun og öku­tæki við fram­komnar til­lögur.

Kíló­metra­gjaldið á að vera breyti­legt eftir orku­gjafa, þyngd öku­tækis og notkun þess. Það þarf að vera gegn­sætt að um sé að ræða skyn­sam­lega, sann­gjarna og hag­kvæma leið til standa undir kostnaði við vega­kerfið. Gjald­takan á að vera hvetjandi til kaupa og notkunar á bílum sem hafa minni um­hverfis­á­hrif.

Veitu­fyrir­tæki nota sams konar inn­heimtu­að­ferð, það er að mæla notkun. Akstur­s­notkunina, kíló­metra­gjaldið, er hægt að á­ætla í upp­hafi út frá meðal­akstri öku­tækja og síðan endur­skoða með til­liti til raun­veru­legrar akstur­s­notkunar. Þetta þekkja neyt­endur í tengslum við kaup á raf­orku og heitu vatni. Á­lestur kíló­metra­stöðu getur farið fram með fjöl­breyttum hætti; við ár­lega skoðun hjá skoðunar­stöð, hjá viður­kenndum verk­stæðum og þjónustu­aðilum, við eig­enda­skipti, með skyndi­skoðunum, með eigin á­lestri og jafn­vel beint frá bílnum með upp­lýstu sam­þykki.

Til lengri tíma væri hægt að fella aðra skatta af bílum og um­ferð undir kíló­metra­gjaldið, svo sem bif­reiða­gjaldið og vöru­gjöld við inn­flutning.

Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB.