Ætla mætt­i að fjöld­i Ís­lend­ing­a líti á sjáv­ar­út­veg sömu aug­um og þrum­u­guð­inn Þór leit furð­u­lost­inn á horn sem hann reynd­i að tæma í kapp­drykkj­u fyr­ir all­mörg­um árum. Jafn­vel þótt ás­inn hafi drukk­ið úr því þrisv­ar sinn­um mátt­i varl­a sjá á horn­in­u að hann hefð­i vætt kverk­arn­ar. Það virð­ist sem fjöld­i fólks telj­i að sjáv­ar­út­veg­ur sé djúp gull­nám­a og þoli því mikl­a skatt­heimt­u. Hið rétt­a er að fisk­veið­ar eru á­hætt­u­rekst­ur í al­þjóð­legr­i sam­keppn­i við rík­is­styrkt fyr­ir­tæk­i.

Ef mark­a má ný­leg­a skoð­an­a­­könn­un sem Frétt­a­blað­ið sagð­i frá á dög­un­um voru um 77 prós­ent lands­mann­a hlynnt því að 5-10 prós­ent af kvót­a út­gerð­a yrðu þjóð­nýtt ár­leg­a og boð­in hæst­bjóð­and­a. Það er með ó­lík­ind­um að stjórn­mál­a­flokk­ur hafi kom­ist upp með að meng­a tung­u­tak þjóð­ar­inn­ar með því að kall­a í sí­fell­u slík­a eign­a­upp­tök­u mark­aðs­gjald. Eink­um í ljós­i þess að út­gerð­ir hafa keypt yfir 90 prós­ent af afl­a­heim­ild­um sín­um á mark­að­i. Nú­ver­and­i auð­lind­a­gjald á sjáv­ar­út­veg er mark­aðs­gjald því það mið­ar við af­kom­u út­gerð­a.

Rifj­um á­fram upp nor­ræn­a goð­a­fræð­i. Þeg­ar bet­ur var að gáð var horn­ið sem Þór drakk úr ekki ó­þrjót­and­i auð­lind held­ur var það tengt við haf­ið með göldr­um. Þór teyg­að­i horn­ið af á­fergj­u og ó­af­vit­and­i skap­að­i hann þann­ig fjör­ur heims­ins. Það er hin hlið­in á mál­in­u. Jafn­vel þótt töfr­um hafi ver­ið beitt var horn­ið ekki ó­þrjót­and­i upp­sprett­a drykkj­ar.

Það ligg­ur í aug­um uppi að eign­a­upp­tak­a og að kaup­a í sí­fell­u aft­ur afl­a­heim­ild­ir mun skað­a sjáv­ar­út­veg. Í ljós­i þess að um er að ræða burð­ar­ás í ís­lensk­u efn­a­hags­líf­i mun það vega að lífs­gæð­um lands­mann­a. Því mið­ur skort­ir skiln­ing á heild­ar­mynd­inn­i. Til­kom­a kvót­a­kerf­is­ins var mik­il bless­un og und­ir­stað­a hag­vaxt­ar á Ís­land­i um langt ár­a­bil. Án þess væru lífs­gæð­i hér mun minn­i. Það er stað­reynd sem of fáir sætt­a sig við.

Hnign­un fyr­ir­tækj­a og jafn­vel at­vinn­u­veg­a er oft nær en okk­ur órar fyr­ir. Það er ekki sjálf­gef­ið að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur verð­i í fremst­u röð þeg­ar fram í sæk­ir. Það er hins veg­ar afar mik­il­vægt fyr­ir þjóð­ar­bú­ið að hann hald­i stöð­u sinn­i. Skoð­an­a­könn­un­in leið­ir í ljós að við verð­um að leggj­a okk­ur meir­a fram við að skilj­a verð­mæt­a­sköp­un.