Sr. Heimir Steinsson heitinn átti fleyg orð þegar hann var eitt sinn kominn í ógöngur sem útvarpsstjóri. Sjálfsagt eru flestir, ef ekki allir, búnir að gleyma hvaða ógöngur þetta voru en játningin í frægu bréfi er þeim mun sögulegri. Með uppréttar hendur lét sr. Heimir hafa eftir sér: „í mér bærist fól“ eða eitthvað í þá áttina.

Hvað það er sem gerir þessi orð svona eftirminnileg má örugglega hafa ótal skoðanir um – sjálfsagt munar mest um þá staðreynd að harla sjaldan hefur sést önnur eins einlæg játning áhrifamanns á mistökum. Fólk virti það og málið dó. Það er sennilega samt einföldun. Miklu frekar mætti skoða fleygni orðanna í ljósi þess hversu vel við getum fundið okkur í orðunum – eða öllu heldur í fólinu. En fólið er líka stærsta leyndarmálið okkar. Líkt og og KK syngur um á einum stað:

„Í myrkrinu geymi ég það sem enginn má sjá.“