Fyrir hálfum öðrum áratug var töluverð umræða um kunnáttu barna í stærðfræði. Lýstu sumir því að umræðan og það sem henni fylgdi hefði verið sem fæðubót fyrir nám og kennslu í stærðfræði í grunnskóla, en öðrum hefur þótt óþarflega lítið miða í rétta átt.

Nú hafa margir áhyggjur af lestrarkunnáttu barna og unglinga. Tilefnið er ærið og áhyggjurnar skiljanlegar. Færni í lestri og hvers kyns samskiptum á íslensku er nefnilega forsenda þess samfélags sem við búum í.

Arnar Þór Jónsson hefur að undanförnu rætt lýðræði, frelsi og fleiri samfélagsmál á óvenju breiðum grundvelli. Sá breiði grundvöllur lýtur að valdi, umboði, ábyrgð og þátttöku einstaklinganna í samfélagsumræðu. Flest af því þykir mörgum sjálfsagt, en engu að síður er hollt að ræða mál af þessu tagi, því umræðan skýrir og þroskar.

Forsenda alls þess sem hér er upp talið að að fólkið í landinu sé sæmilega upplýst. Það á ekki bara við um þá sem nú eru á fullorðinsárum heldur líka þá sem eru að æfa sig í að kynna sér mál. Fáir gera sér betur grein fyrir því en Arnar Þór Jónsson, þótt ekki væri nema vegna þess að hann hefur alið upp fleiri börn er flest okkar. Arnar Þór leggur því vitaskuld mikla áherslu á menntun, en það sem meira er; hann er líklegur til að hafa orku, vilja og getu til að fylgja þeirri áherslu eftir með þeim leiðum sem þingmönnum eru færar, en þær eru ýmsar. Arnar Þór veit að öll þau mál sem hann hefur rætt og eru mikilvæg falla dauð niður ef upprennandi kynslóð lærir hvorki að lesa, skrifa né reikna svo vel dugi.

Í Arnari Þór Jónssyni á menntun sér hauk í horni á Alþingi. Ég hvet Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi til að styðja Arnar Þór í yfirstandandi prófkjöri.

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.