Þessi grein er skrifuð í samhygð með drengjum sem hafa þagað um misnotkun sína í áratugi.

Það er meiriháttar að lesa efni Þorsteins Einarssonar í Fréttablaðinu um að jafna hlutina um samskipti kynjanna, og eru þessi málefni auðvitað hluti af því dæmi.

Það eru liðin rúm þrjú ár síðan að #MeToo-#Ég Líka hreyfingin var sett af stað. Hún bæði gaf konum von um betri tíma, og hrærði á mismunandi hátt upp í körlum. Sem betur fer leyfðu nokkrir karlkyns þolendur kynferðislegrar misnotkunar sér að tjá sig um reynslu sína af því.

Eftir að hafa heyrt sögurnar um kynferðislegu misnotkunina á drengjum í kórum í kaþólskum kirkjum, og auðvitað í allskonar stofnunum sem eru fyrir drengi sem ég hef heyrt um hér í Ástralíu. Þá fór ég að undra mig á og spyrja í huganum:

Af hverju hafa karlmenn sem hafa verið þolendur kynferðislegrar sem annarrar misnotkunar ekki farið í gang með sína eigin hreyfingu til að færa þá misnotkun upp á yfirborðið og út í dagsljósið, eins og konur gerðu. Gæti sú hreyfing verið kölluð #Við Líka-#We Too hreyfingin?

Þesskonar misnotkanir hafa auðvitað gerst á Íslandi eins og víðast um heiminn.

Spurningin er hvort öll þessi atriði um sam-eða gagnkynhneigð komi inn í dæmið sem hindri karlkyn í að standa upp og tjá sig um þá kynferðislegu misnotkun sem þeir hafa upplifað.

Trúarbrögð og yfirvöld hafa verið sek um margskonar misnotkun

Karlar eins og konur eru í allskonar líkömum af jafn fjölbreyttu tagi og líkamar okkar kvenna eru. Allt mannkyn er með sína eigin einstöku uppskrift af hormónum sem og mismunandi sálar og persónuþroska.

Það hefur tekið meira en 2000 ár fyrir þjóðir að viðurkenna þá fjölbreytni í sköpun á mannverum, og að ná að virða einstaklingana með sína eigin útgáfu af sér.

Trúarbrögðin bjuggu til sína útgáfu og uppskrift af þeim sem voru frá mjög þröngsýnu viðhorfi. Mannkyn er sem betur fer smám saman að vakna til þeirra staðreynda, og breyta viðhorfunum.

Við þurfum ekki annað en að horfa á mannverur af báðum kynjum til að sjá að það er mikið meiri mismunur í hverju svokölluðu kyni, en því sem trúarbrögðin vildu meðtaka, og sumir eru enn í afneitun á.

Sem barn heyrði ég presta í útvarpi segja að Guð myndi halda öllum börnum öruggum, og að ekkert slæmt gæti komið fyrir þau. Innsæi mitt í líkama mínum „gut feeling“ vissi að það væri lygi, enda ekki að upplifa né vitna að slík vernd væri sannleikur.

Svo fékk ég heldur betur staðfestingu á því innsæi mínu eftir að koma hingað til Ástralíu. Þá fóru fréttir að koma um sannleika um mismeðferðir á börnum í stórum stíl, ekki bara einstaka barni. Það var auðvitað á báðum kynjum sem hafði gerst víða um heim. Bretar höfðu til dæmis sett börn um borð í skip til samveldislanda til að losna við þau. Þau höfðu logið því að börnum að foreldrum þeirra væri sama um þau, og svo að foreldrum að börnin væru dáin, og það auðvitað án þess að hafa einu sinni tilkynnt það, af því að það var lygi.

Meiri fréttir komu um misnotkun og mismeðferð á börnum í stórum stíl, eins og til dæmis að prestar sem áttu að hafa afneitað kynhvöt sinni í Kaþólsku stofnuninni voru að nota hana á saklausa drengi. Og enginn sagði neitt um það um aldir.

Ég sá viðtal í sjónvarpinu hér í Ástralíu við ungan mann sem hafði hugsað sér að verða meðlimur í Vatikaninu. Hann lærði fljótt við að vera um tíma innan veggja þess, að það er mikill hópur af samkynhneigðum mönnum þar. Þeir voru ekki að leyna ekki samkyns kynlífi sínu. En voru eða ímynduðu sér auðvitað að þeir væru í felum með það fyrir augum alheims.

Hann var fljótur að láta sig hverfa, hitti konu og giftist.

Það er greinilegt og kaldhæðnislegt að mikið af samkynhneigðum mönnum fóru í felur í þeirri stofnun, sem er ansi snúið að hugsa um, þegar þeir hafa vitað að náttúra þeirra væri séð sem óguðleg. Samt var Vatikanið valinn sem felustaður. Og það kannski af því að þar eru næstum eingöngu karlkyns mannverur í sínum einstaklingslegu útgáfum. Við hverju er þá að búast?

Hvað hindrar karlkyn í að koma út?

Samtöl sem Áströlsk fréttakona, Sarah Ferguson hafði við Kaþólska presta sem voru í fangelsi hér í Ástralíu fyrir kynferðislega misnotkun sína á drengjum, upplýstu að þeir prestar sem iðkuðu þá misnotkun, sáu það sem bónus handa þeim, fyrir það hvað þeir höfðu verið „Góðir við Guð“ í þjónustu sinni.

Þeir voru samkynhneigðir og með kynlífsfíkn.

Það var sorglegt að sjá hvað fáir af þeim sem höfðu verið misnotaðir sem börn af þessum sem öðrum prestum, höfðu séð sér fært að koma fram sem birtingar og baráttu hóp gegn þessari hegðun presta og annarra.

Þeir voru um það bil miðaldra þegar Sarah Ferguson fréttakona talaði við þá. Þeir voru auðvitað með þung einkenni af áfallastreitu, og mikinn skort á sjálfvirði frá þeirri reynslu.

Líf þeirra varð erfitt, enda af kynslóð þegar slík þöggun var séð sem mikil dyggð og misnotkunin kannski stundum gerð í gráu svæði óæskilegrar snertingar í óhefðbundnum kringumstæðum, og ekki vel skilin af þeim sem börnum þá. En líkaminn vissi auðvitað og þeir skildu röklega seinna að það hafði verið mjög slæmt.

Það að stofnun eins og sú Kaþólska ætli mönnum að afneita hluta af því sem er í sköpun líkama þeirra og frá skaparanum er í raun gegn því sem stofnunin virðist halda fram að hún haldi í heiðri. Sköpun líkama. Hlutur sem kaþólskan telur mannkyni trú um að leiðtogar þeirra skilji til fulls.

Boðskapurinn þar eins og í mörgum öðrum trúarstofnunum, sýnir því miður oft allt annað en alvöru skilning og innsýn í getnaðarfærakerfið, og engin gagnleg kennsla veitt um að lifa með því. Það virðist vera mikill blindur spotti í kerfinu um það, og lífið á jörðunni eins og það er.

Svo er það spurning? Hversu margir þar hafi þann aga að sleppa kynlífi. Sögur um hið gagnstæða, og um börn til dæmis sem kaþólskir prestar hafa átt með konum í Írlandi, viðurkenningar sem hafa komið fram í fréttum segir sína sögu um þá erfiðleika.

Þess vegna hefur heimurinn trúlega milljónir manna á öllum aldri sem hafa sem drengir orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, ekki eingöngu presta kaþólsku kirkjunnar heldur í allskonar öðrum kringumstæðum. Og í hópum eins og íþróttum, skátum og svo framvegis, sem og á heimilum.

Af hverju hafa þeir ekki tjáð sig?

Nú þegar heimurinn er að smá læra og viðurkenna skaða í að bæla slæma reynslu, ætti tíminn að vera kominn fyrir þessa menn að koma út og stofna sína eigin hreyfingu, sem væri hægt að kalla #Við Líka #We Too. Svo að þeir geti létt á byrðum sínum frá slíkri reynslu, sem og annarri slæmri reynslu og unnið úr henni.

Slík skref myndu vonandi leiða til þess að enda, eða alla vega fækka slíkum glæpum. Með því að drengir gætu komið út strax, en þyrftu ekki að þjást í áratugi frá því, og enda með að halda því inni til æviloka.

Tími til kominn að karlmenn rísi upp með sitt #Við Líka #We too hreyfingu

Að mínu áliti verður ekki neitt meiri veruleg breyting á ástandinu á milli kynja fyrr en karlkynið kemur líka út með reynslu sína af kynferðislegri misnotkun, og öðrum tegundum misnotkunar á sér.

Það er um að enda afneitun um, að það sé til dæmis ekki karlmannlegt að sýna tár sem þurfi að vera hátt á listanum um þróunina. Viðhorfsbreyting sem þurfi að verða í þeim sem hafa ekki þegar opnað sig fyrir sjálfum sér í því.

Um leið er samt mikilvægt að skilja að væntingar og tilætlunarsemi í garð karlkyns varðandi mörg önnur atriði um væntingar til þeirra , var og er ekki endilega holl eða góð hugmynd fyrir þá, né mannkyn í heild.

Það til dæmis að ætla þeim að herða í sér hjartað til að vera séðir sem kaldir karlar. Og með því að neita sér um tár og heilbrigða tilfinningasemi. Viðhorf sem voru og eru trúlega víða enn liður í að gera alla vega suma þeirra að einskonar vélmennum.

Það segir sig sjálft að tilfinningar lenda þá í röngum hólfum í þeim, sem hafa sínar óæskilegu afleiðingar og útkomur.

Þegar ég fór í Kvenna-jafnréttisgönguna í Reykjavík árið 1975, vorum við konur auðvitað einfaldar og mjög bjartsýnar að telja að með þeirri göngu yrði allt og öll vandamál á milli kynja sorterað. Og við mannverur myndum upp frá því lifa við yndislegt jafnrétti.

Sá dagur kom jú vissum atriðum í gegn, en þau atriði þá sem konur voru mest meðvitaðar um á þeim tímum voru bara örfá af þeim ótal atriðum sem þurfti að lagfæra og jafna á milli kynjanna. Þau voru um sömu laun fyrir sömu vinnu og að karlkyn myndi taka þátt í heimilishaldi og húsverkum. Við fórum svo smán saman að sjá, að það þyrfti að gera mikið meira í þeim málefnum.

Við erum að sjá það um allan heim nær hálfri öld síðar. Hreyfingin #MeToo sýndi það svart á hvítu.

Er tenging á milli misnotkunar á drengjum til misnotkunar á konum?

Þeim mun meira sem ég hef lesið og heyrt um kynferðislega sem aðra misnotkun á konum eins og #MeToo hreyfingin sýnir okkur. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væru hugsanlega sálfræðilegar og líffræðilegar ástæður fyrir alla vega sumu af þessum misnotkunum karla á konum. Eins og til dæmis hvort þær gætu verið frá því að alla vega sumir þeirra sem hafa misnotað konur hafi hugsanlega verið misnotaðir sjálfir?

Ef karlmenn hafa verið misnotaðir sjálfir sem börn, muna þeir það kannski ekki röklega. En hugsanlega er líkaminn í alla vega sumum þeirra að bregðast við því á þennan hátt frá slæmum tilfinningum hið innra, og þá að færa það atvik í þeim fram á við í refsingu. En það eru bara getgátur mínar sem trúlega aðeins karlmenn geta sagt til um.

Þegar á hinn veginn menn í áhrifastöðum eins og til dæmis Harwey Weinstein, og prestar sem eiga að heita að vera að lofa Guði því að lifa einlífi, og aðrir sem hafa verið sekir um slíka misnotkun sem gera það frá valdahungri með meiru. Eins og trúlega kynlífsfíkn sem er einnig gerð í þeim tilgangi að rakka sjálfsvirðingu og sjálfvirðis-upplifun þolanda niður.

Þangað til að bæði kyn hafi jafnan rétt og hæfileika til að lifa tilfinningar sínar út, tjá þær og vinna með þær, er hugsanlega meiri von um jafnræði og jafnrétti. Þá er ég að tala um hið víða litróf almennra tilfinninga beggja kynja tjáð til að gera mannkyn ríkara af innsæi.