Eins og fram hef­ur kom­ið fá hand­haf­ar veið­i­heim­ild­a við Ís­land um 75 millj­arð­a í með­gjöf frá skatt­greið­end­um á hverj­u ári, þar sem inn­heimt veið­i­gjöld nema ein­ung­is um 6 prós­ent­um af raun­ver­u­leg­u verð­mæt­i þeirr­a afl­a­heim­ild­a sem út­hlut­að er. Þann­ig greið­a hand­haf­arn­ir ein­ung­is um 15 þús­und krón­ur fyr­ir tonn­ið en geta leigt það frá sér á um 250 þús­und krón­ur. Þeir greið­a inn­an við 5 millj­arð­a fyr­ir 80 millj­arð­a verð­mæt­i.

Stærst­i kostn­að­ar­lið­ur fram­leiðsl­u­fyr­ir­tækj­a ligg­ur jafn­an í kaup­um á hrá­efn­i til fram­leiðsl­unn­ar og stærst­ur hlut­i kostn­að­ar við versl­un felst í kaup­um á vör­um til end­ur­söl­u. Viss­u­leg­a fell­ur til ann­ar kostn­að­ur, hús­næð­is­kostn­að­ur, vél­bún­að­ur, dreif­ing og fleir­a, en öfl­un hrá­efn­is­ins er lang­stærst­i kostn­að­ar­lið­ur­inn.

Næst­um öll fyr­ir­tæk­i þurf­a að greið­a fullt verð fyr­ir að­föng til starf­sem­i sinn­ar. Ég hygg að flest­ir versl­un­ar­eig­end­ur yrðu him­in­lif­and­i stæð­i þeim til boða að borg­a ein­ung­is 6 prós­ent raun­kostn­að­ar fyr­ir vör­ur sem keypt­ar væru til end­ur­söl­u.

Ekki er úr vegi að bera fyr­ir­tækj­a­­rekst­ur sam­an við heim­il­is­rekst­ur. Á flest­um heim­il­um er hús­næð­is­kostn­að­ur þyngst­i kostn­að­ar­lið­ur­inn. Al­geng­ur mark­aðs­kostn­að­ur fyr­ir hús­næð­i, sem hent­ar fimm mann­a fjöl­skyld­u á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u, er ein­hvers stað­ar á bil­in­u 2-300 þús­und á mán­uð­i, segj­um bara 250 þús­und. Held­ur mynd­i það hress­a upp á heim­il­is­bók­hald­ið að þurf­a bara að greið­a 6 prós­ent þeirr­ar fjár­hæð­ar, eða 15 þús­und. Þett­a gera ríf­leg­a 2,8 millj­ón­ir á ári og fyr­ir slík­a fjár­hæð er hægt að gera eitt og ann­að, til dæm­is end­ur­nýj­a bíl­inn oft­ar, skell­a sér á sól­ar­strönd á Ten­er­if­e á sumr­in og á skíð­i í Alpan­a á vet­urn­a auk þess að borg­a tón­list­ar­nám, ann­að tóm­stund­a­starf og í­þrótt­a­iðk­un fyr­ir öll börn­in um leið.

Skekk­ir sam­keppn­is­mark­að

En vit­an­leg­a er nær­tæk­ar­a að bera sam­an tekj­u­skap­and­i grein­ar frem­ur en ann­ars veg­ar út­gerð og hins veg­ar heim­il­is­rekst­ur. Í Kringl­unn­i eru marg­ar versl­an­ir í leig­u­hús­næð­i. Ekki er úr vegi að á­ætl­a leig­un­a 10 þús­und krón­ur á fer­metr­ann. Mark­aðs­verð leig­u á 100 fer­metr­a rými er því um ein millj­ón á mán­uð­i fyr­ir utan virð­is­auk­a­skatt.

Hvað ef stjórn­völd tækj­u þá á­kvörð­un að versl­an­ir á 1. hæð Kringl­unn­ar væru sér­stak­leg­a þjóð­hags­leg­a mik­il­væg­ar, og því bæri að tryggj­a þeim að­gang að versl­un­ar­rým­i sínu á „sann­gjörn­u“ verð­i, og not­uð­u á­þekk­a reikn­i­for­múl­u og beitt er við út­reikn­ing veið­i­gjald­a til að á­kvarð­a leig­un­a? Í til­fell­i Kringl­unn­ar er rík­ið hins veg­ar ekki eig­and­inn þann­ig að rík­is­sjóð­ur yrði að borg­a leig­u­söl­um beint allt um­fram 6 prós­ent­in. Þarn­a yrði til nýr út­gjald­a­lið­ur rík­is­sjóðs. Í til­fell­i út­gerð­ar­inn­ar og veið­i­gjald­a felst kostn­að­ur rík­is­ins hins veg­ar í glöt­uð­um tekj­um frá eink­a­fyr­ir­tækj­um en ekki út­lögð­um kostn­að­i fyr­ir þau.

Á­hrif­in yrðu fleir­i og marg­vís­legr­i. Versl­an­irn­ar á 2. hæð Kringl­unn­ar þyrft­u á­fram að greið­a full­a leig­u á sama tíma og þær þyrft­u að kepp­a við versl­an­irn­ar á 1. hæð­inn­i sem með stuðn­ing­i rík­is­ins gætu boð­ið starfs­fólk­i betr­i kjör, var­ið meir­a fé í aug­lýs­ing­ar, sett meir­a fé í inn­rétt­ing­ar og jafn­vel boð­ið hag­stæð­ar­a verð um leið. Það sér hver mað­ur að þett­a er ekki eðl­i­legt eða heil­brigt sam­keppn­is­um­hverf­i.

Rík­is­stuðn­ing­ur við ein­stök fyr­ir­tæk­i er á­vallt á kostn­að neyt­end­a og skatt­greið­end­a. Líka þeg­ar reynt er að fela hann í rík­is­bók­hald­i. Fyr­ir­tæk­i í sjáv­ar­út­veg­i, sem ekki eru hand­haf­ar afl­a­heim­ild­a, eru í sömu stöð­u gagn­vart kvót­a­höf­um og versl­an­ir á 2. hæð Kringl­unn­ar væru í gagn­vart versl­un­um á 1. hæð í til­bún­a dæm­in­u hér að ofan.