Nú hef­ur Ís­land mót­að sér gerv­i­greind­ar­stefn­u. Hvern­ig henn­i skal hrund­ið í fram­kvæmd er í vinnsl­u í for­sæt­is­ráð­u­neyt­in­u. Vegn­a þess­a áttu full­trú­ar frá Mæn­u­skað­a­stofn­un Ís­lands fund með Katr­ín­u Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herr­a og ósk­uð­u eft­ir að hún til­nefnd­i leit að lækn­ing­u á mæn­u­skað­a/löm­un sem eitt af gerv­i­greind­ar­verk­efn­um Ís­lands. Í því fæl­ist að tölv­u­keyr­a rann­sókn­ar­gagn­a­bank­a um mæn­u­skað­a og ann­að skráð efni um grunn­rann­sókn­ir í mænu með hag­nýt­ing­u gerv­i­greind­ar. Mark­mið­ið væri að finn­a sam­eig­in­leg munst­ur og ann­að í rann­sókn­un­um sem hjálp­ar heim­in­um nær lækn­ing­u. For­sæt­is­ráð­herr­a tók vel í þett­a og mælt­ist til þess við nær­stadd­a em­bætt­is­menn að beiðn­i Mæn­u­skað­a­stofn­un­ar yrði skoð­uð í þess­u ljós­i. Um eða eft­ir næst­u ár­a­mót ætti að verð­a ljóst hvort þett­a verð­ur að ver­u­leik­a.

Undan­far­in ár hef­ur Mæn­u­skað­a­stofn­un Ís­lands, Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herr­a, Dilj­á Mist Ein­ars­dótt­ir að­stoð­ar­mað­ur hans og Lilj­a Dögg Al­freðs­dótt­ir vís­ind­a­mál­a­ráð­herr­a á­samt em­bætt­is­mönn­un­um Mar­í­u Mjöll Jóns­dótt­ur og Önnu Lilj­u Gunn­ars­dótt­ur og send­i­ráð­um Ís­lands í Genf og New York unn­ið öt­ul­leg­a að því að vekj­a at­hygl­i hátt­settr­a að­il­a inn­an Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a og Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­ar­inn­ar WHO á að hrind­a þurf­i af stokk­un­um fjöl­þjóð­leg­u á­tak­i í þágu lækn­ing­a í taug­a­kerf­in­u. Því hef­ur of­an­greint fólk kom­ið orð­un­um lækn­ing og mög­u­leg lækn­ing á mæn­u­skað­a og í taug­a­kerf­in­u inn í sam­þykkt­ir og stefn­u­yf­ir­lýs­ing­ar beggj­a stofn­an­ann­a á­samt orð­um eins og hag­nýt­ing gerv­i­greind­ar og fleir­u. Nú er svo kom­ið að á næst­a ári stendur til að WHO ýti úr vör ár­a­tug­ar á­tak­i í þágu taug­a­kerf­is­ins og er þá allt inn­i­fal­ið, for­varn­ir, um­önn­un, með­ferð­ir og lækn­ing. Er það ó­þrjót­and­i vinn­u Ís­lands að þakk­a að lækn­ing í taug­a­kerf­in­u er þar með.

Nú er að hugs­a stórt, Ís­lend­ing­ar, og ráð­ast á garð­inn þar sem hann er hæst­ur. Nú er rétt­i tím­inn til að fylgj­a því eft­ir með at­höfn­um sem við höf­um kom­ið á blað hjá WHO. Ger­um allt sem í okk­ar vald­i stendur til að loks­ins verð­i hægt að lækn­a lama mann­inn. Fyrst­a skref­ið er að sam­þykkj­a að leit að lækn­ing­u við mæn­u­skað­a/löm­un verð­i út­nefnd sem eitt af gerv­i­greind­ar­verk­efn­um Ís­lands. Síð­an þarf við­eig­and­i stjórn­vald að leit­a eft­ir því við stjórn WHO að hún hvetj­i aðr­ar þjóð­ir til að taka aðra sjúk­dóms­flokk­a í taug­a­kerf­in­u og gera það sama og við. Þann­ig gæti tek­ist að ná fram þeirr­i sam­stöð­u heims­ins sem þarf til að finn­a lækn­ing­u við löm­un og öðr­um mein­um í hinu ill­við­ráð­an­leg­a taug­a­kerf­i.

Grein­ar­höf­und­ur þakk­ar þeim tug­um þús­und­a Ís­lend­ing­a sem veitt hafa mæn­u­skað­a­verk­efn­in­u lið í gegn­um árin og sem er und­ir­stað­a þess ár­ang­urs sem nú hef­ur náðst.