Og hin djúpa og mikla undirliggjandi grimmd sem fólst í að sjá tilfinningar sem óvin, sem eitthvað sem ætti ekki að vera til.

Þegar ég las um beiðni þessara fjögurra manna um að starfsemi og meðferð á börnum á vöggustofum yrði rannsökuð var mér kippt næstum sjötíu ár til baka, alla leið til ársins 1956. Ég var bara níu ára. Við þrjár systur fórum upp á Sunnutorg af því að við vissum að litli frændi okkar væri þar. En ættin mest kvenkyns.

Það var annarlegt að koma í þessa vöggustofu. Öll börn myndu telja að börn á vöggustofum væru í vöggum og verið að sinna þeim eins og gert var á heimilum. En þarna lærðum við mjög annarlegan veruleika um það.

Hann var bara tveggja ára gamall og við máttum ekki einu sinni fara inn í stofuna og faðma hann og kyssa og tala við hann. Bara horfa á hann í gegn um gler og hann á okkur eins og við værum öll dýr í búrum en ekki mannverur sem prestar vildu halda þjóðinni í trú um að væru elskuð og ættu skilið að fá ást og atlæti.

Svo mikið af reynslu sem er að koma upp á yfirborðið að lokum er eins og krafan hefur verið í hinu breska konungsveldi. Ég sá efni um það fyrir nokkrum dögum og orðin „ekki kvarta og ekki útskýra“ hafa verið mottóið sem afkomendur eru að lyfta lokinu af þar og það að gerast víða.

Ég las langa grein á New Yorker blaðinu nýlega um það að Þýsk yfirvöld leyfðu og létu barnaníðinga taka börn að sér. Þar kom einnig fram þetta með að afneita tilfinningum eins og þær séu ekki hluti af mikilvægi í mannverum. Og það nísti aftur frá minningum um að fá slík orð sjálf frá móður sem þoldi ekki tár mín.

Það er mjög undarlegt að hugsa um hvað það var sem lét yfirvöld sjá tilfinningar sem eitthvað sem tilheyrði ekki mannlegu eðli og geri okkur að mannverum með samkennd í stað þess að vera einskonar vélmenni.

Það átti svo sannarlega við um þöggun um hvernig börn voru meðhöndluð á stofnunum og það því miður víða um heiminn.

En þá vissi ég ekki um hvað væri að gerast annarsstaðar í heiminum, en var svo sjokkeruð að upplifa hvernig kringumstæðurnar voru á þessari vöggustofu að það er ljóslifandi í heilabúinu öllum þessum árum síðar. Og það er trúlega líka af því að ég vitnaði líka margt annað í hegðun á heimilinu sem lýsti tilfinningalegri grimmd á tímum þegar tilfinningar og tilfinningasemi var séð í afar vanþroskuðu ljósi. En sú grimmd var ekki sjáanleg gestum og gangandi sem komu inn á heimilið, en birtist í hörðum fordómum til annarra í ættinni.

Því miður fórum við systur aldrei aftur af því að það virtist enginn tilgangur í því að fara og skoða hvert annað í gegn um gler. og hann þekkti okkur kannski ekki þó að við værum mjög skyldar honum.

Kringumstæður í fjölskyldu hans voru oft erfiðar, en ég vissi ekki atriðin fyrir ástæðunni fyrir að honum hafði verið komið fyrir þarna. Enda barn og fullorðnir ekki að ræða slík mál þá.

Á þeim árum var eins og með margt erfitt að fólk leit frekar í hina áttina en gera eitthvað í málunum þegar önnur fjölskylda átti í einhverju basli.

Mörgum árum síðar fór svo að koma í ljós hver skaðinn á honum hafði verið þó að sumir vildu reyna að afneita því hvað slíkt gerði ungu barni. Það var greinilega annaðhvort enginn skilningur á því eða að það hentaði að afneita slíku.

Systkini hans eru nú öll dáin, og það sérkennilega er að blessaður maðurinn er að því er ég best veit enn á lífi. Lífi sem í raun er ekkert líf bara að lifa af. En ég skrifa þetta fyrir hann af því að hann á enga forsvara um þetta atriði með tímann á vöggustofunni svo að ég viti. Ég reyndi að tjá mig um það við einn ættingja sem neitaði því algerlega að sú dvöl gæti hafa haft þau áhrif á og í hann sem móðir hans hafði greinilega upplifað og minnst á stuttu áður en hún dó.

Ég eða líkami minn upplifði líka dvöl á stofnun árið 1948. Og ég lærði að skilja löngu síðar hvað það hafði gert mér og svo seinna af hverju sumt í mér virkaði ekki eins og í þeim sem höfðu fengið rétta ungbarna umönnun gerði lægri hluta heilabúsins. Veruleiki sem ég er að læra um núna í ellinni. Þá voru engir ástvinir með barninu á spítalanum eins og er í dag, alla vega hér í Ástralíu.

Það fer enn fyrir hjartað á mér að hugsa um þennan litla sæta strák sem við horfðum á í gegn um gler eins og við værum öll hættuleg dýr.

Ég er þakklát þeim Árna, Fjölni, Hrafni, Viðari og Tómasi fyrir að setja þetta í gang. En ég skil ekki af hverju fólk hefur verið að pirrast í að hugsa um hvort þeir væru eftir peningum, sem er ekki markmið þeirra. Fólk sækist eftir skaðabótum fyrir mun minni og hégómlegri atriði en það sem þessi börn urðu að þola án þess að geta varið sig. Hvort sem það var á vöggustofu eða Silungapolli eða annarri ómannúðlegri stofnun. Grimmdin sem var eins og undiralda í andrúmsloftinu var mikil þá um slíkt, og engin hugsun eða næmi fyrir hvað blessuð börnin þyrftu og eða greinilega enginn vilji til að hafa nægt og elskulegt starfsfólk til að sjá vel um allar þarfir þessa blessuðu barna sem voru aðskilin frá foreldrum.

Kona sem ég þekki sagði mér að hún hafði þekkt konu sem hafði unnið þar, og þeim verið sagt að sinna engu nema líkamlegum hlutum og máttu ekki sýna neina ást eða kærleika, knús eða faðmlög. Það eru í raun engin orð til í málinu yfir þann sársauka, höfnun, afneitun á tilveru sinni og fleiri tilfinningum sem eru í gangi þó í undirvitund séu sem barn líður án þess að geta tjáð það í orðum.

En afleiðingarnar eru geymdar í líkamanum eins og Bessel Van Der Kolk segir í sinni meiriháttar bók „The Body Keeps the Score“.

Sársaukinn, vanrækslan, tilfinningakuldinn, einmanaleikinn með meiru smýgur inn að kjarna og geymist þar í langan tíma eða til dauða. Það er atriði sem margir reyna að afneita en þeir sem hafa orðið fyrir árásum á virði sitt og verið vanræktir á þann hátt sem þessi börn voru lifa með það í líkamanum þó að þau vinni úr því og með það eins vel og þau eru fær um.

Staðreyndin er samt sú að hjá þjóð sem á þeim tímum var svo upptekin af að gera tilfinningasemi ranga þá var slíkur sannleikur auðvitað hundsaður. Ég vissi að sá tími hafði haft djúp áhrif á hann og í.

Það væri ljúft að fá að heyra frá ykkur fimm menningunum, einum eða öllum, og ég viljug að deila meiru um þennan frænda ef það væri gagn í því fyrir málefnið.

Matthildur Björnsdóttir Adelaide Suður Ástralíu.