Sumarið er tíminn, þegar hlauparar flykkjast um götur og stíga. Eftir erfið ár í hlaupaheimum er aftur komið sumar. Sól hækkar á lofti og rásbyssur glymja nú um land allt.

Einu sinni þótti hlaupurum nóg að taka þátt í skemmtiskokki og veltu sér lítið upp úr reglugerðum og faglegri framkvæmd. Nú vilja þeir viðurkennd og vel framkvæmd hágæðahlaup. Þessa dagana taka saman höndum hlaupahaldarar og Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, að færa hlaupurum það sem þeir vilja!

Hlauparar vilja geta treyst því að hlaupið sé rétt mælt, það sé rétt lagt og framkvæmd sé til sóma. Hlauparar eiga að geta treyst því með Hágæðahlaupum FRÍ, með stóru H-i. Hlaup sem eru framkvæmt samkvæmt ströngustu reglum FRÍ og alþjóða

frjálsíþróttasambandsins (World Athletics), fara í gegnum vandað umsóknarferli FRÍ, eru tekin út og vottuð af eftirlitsdómara FRÍ og loks skráð í afrekaskrá FRÍ.

Nú í sumar verða haldin fyrstu hlaupin fram sem fylgja þessu ferli FRÍ. Miðnæturhlaup ÍBR í liðinni viku var það fyrsta, Akureyrarhlaup UFA í þessari viku og loks Ármannshlaupið í næsta mánuði eru fyrstu þrjú hlaupin í átaki sumarsins. Allt hlaup sem framkvæmd eru í góðri samvinnu milli FRÍ og þessara öflugu hlaupahaldara sem sýna með þessu hve mikinn metnað þau hafa fyrir sínum hlaupum og um leið hlaupurum.

Það er mikil tilhlökkun hjá FRÍ að vinna með fleiri hlaupahöldurum að því að auka enn gæðin og gleðina í íslenskum hlaupum, að færa saman hlaupurunum landsins einmitt það sem þeir vilja, Hágæðahlaup, með stóru H-i!