Í 50 ár hafa ó­tal­margar fjöl­skyldur átt sér at­hvarf á sínum frí­dögum í hjól­hýsi sem hefur verið stað­sett á sama blettinum í lang­tíma­leigu. Ég ætla ekki að rekja rauna­sögu þeirra 200 hjól­hýsa­eig­enda sem nú á að reka burt frá hjól­hýsa­svæðinu á Laugar­vatni, heldur vil ég benda á að það eru engin lög til á Ís­landi um lang­tíma­leigu/árs­leigu fyrir hjól­hýsi.

Á Laugar­vatni, Flúðum, Hellis­hólum, Þjórs­ár­dal, Borgar­firði og lík­lega fleiri stöðum hafa verið leigðir skikar undir hjól­hýsi sem standa árið um kring á sama stað. Eig­endur greiða ár­gjald en það er al­gjör­lega undir hælinn lagt hvað þeir fá fyrir sitt ár­gjald. Þeir sem taka við leigunni virðast ekki þurfa að gera nokkra grein fyrir því fyrir hvað er verið að borga.

Ekkert sam­ræmi hefur verið á milli sveitar­fé­laga hvernig þessum málum skuli háttað og víst er um að kenna að að­eins eru til lög um tjald­svæði þar sem fólk mætir með sitt tjald, tjald­vagn, felli­hýsi eða hjól­hýsi og gistir nokkrar nætur og greiðir nætur­gjald. Mörg þessara tjald­svæða eru til sóma því þar eru á mörgum stöðum leik­tæki fyrir börn, grill til af­nota fyrir gesti, vatns­salerni og upp­þvotta­að­staða og raf­magns­innstungur fyrir þá sem eru með hjól­hýsi.

Laga­lega séð eru að­eins „tjald­svæði“ á landinu en sveitar­fé­lög hafa samt sem áður leigt út skika fyrir „föst“ hjól­hýsi á árs­grund­velli. Ég velti fyrir mér spurningunni; er allt í lagi að leigja granda­lausu fólki stæði undir hjól­hýsi og láta það skrifa undir samning um leigu til eins árs í senn undir hjól­hýsi á hjól­hýsa­svæði sem er í laga­legum skilningi ekki til.

Eitt elsta „hjól­hýsa­svæði“ landsins er lík­lega svæðið á Laugar­vatni. Þar hefur hver leigjandi sína litlu lóð og við lóðar­mörk er að­gengi að köldu vatni og raf­magni (allir hafa sinn raf­magns­mælir og borga sam­kvæmt raf­magns­eyðslu). Síðan er greitt til „staðar­haldara“ ár­gjald sem skiptist í sumar­gjald og vetrar­gjald og var á síðasta ári yfir 100.000 krónur (er ekki með ná­kvæma tölu).

Flestir hafa byggt sér sól­pall og jafn­vel lítinn geymslu­skúr og margar fjöl­skyldur átt sér sína para­dís án þess að þurfa að leggja í tuga milljóna króna kostnað. Þetta er því kjörið fyrir efna­minna fólk og reyndar líka fyrir alla aðra sem vilja vera í ná­vígi við annað fólk en hafa samt sitt einka­svæði.

En þá kem ég að þessu með lögin. Árið 1960 settu Bretar sín fyrstu lög um lang­tíma-hjól­hýsa­svæði og hafa þeir betr­um­bætt þau lög nokkrum sinnum síðan og þá á­vallt til að að­laga þau betur að leigj­endum. Nú hef ég lesið lög um lang­tíma­leigu hjól­hýsa­svæða í mörgum löndum og það má segja að þau eigi 4 at­riði sam­eigin­leg og síðan eru ýmis at­riði sem ekki eru eins hjá öllum og fer eftir löndum. Þessi 4 at­riði eru:

  1. Sam­þykkt deili­skipu­lag sem ekki má breyta eftir að fyrsti leigjandinn er kominn inn á svæðið. Allir í­búar þurfa að sam­þykkja breytingar ef stungið er upp á breytingu á deili­skipu­lagi síðar.
  2. Vatns­lögn að hverri lóð.
  3. Raf­magn að hverri lóð.
  4. Frá­veita.

Hvergi er frá­veita til staðar fyrir leigj­endur á nú­verandi hjól­hýsa­svæðum á landinu. Hef samt heyrt að leigj­endur á Hellis­hólum hafi fengið að setja niður rot­þrær en það hefur ekki verið leyft á Laugar­vatni sem er auð­vitað meira en furðu­legt því að í öllum nýrri hjól­hýsum eru sturtur, vaskur á baði og eld­hús­vaskur og allt rennur frá hjól­hýsunum niður í jarð­veginn, sápur og matar­leifar og þeir sem eru ekki nógu passa­samir eru ó­af­vitandi að laða að mýs og alls konar skor­dýr.

Vegna vöntunar á lögum og reglu­gerðum um hvað þurfi að vera til staðar á hjól­hýsa­svæðum þá eiga leigj­endur á þessum svæðum nánast engan rétt.

Nú hefur færst í vöxt að fólk kaupi sér stöðu­hýsi í auknum mæli. Fyrir því eru þær á­stæður aðal­lega að stöðu­hýsi geta verið ó­dýrari en hjól­hýsi en samt miklu rúm­betri. Það væri því lag að setja inn í lög um heils­árs-hjól­hý­sa­garða að deili­skipu­lag sé skil­greint fyrir stöðu­hýsi annars vegar og hjól­hýsi hins vegar. Svona lög eru löngu tíma­bær og vonandi líta þau dagsins ljós fljót­lega.

Langar að nefna að stöðu­hýsi virðast vera á gráu svæði. Ekki þarf að greiða fast­eigna­gjöld af stöðu­hýsum og þau eru ekki heldur götu­skráð svo þar eru heldur engin gjöld. Sveitar­fé­lög eins og t.d. Blá­skóga­byggð og Gríms­nes vilja ekki leyfa fólki að setja stöðu­hýsi á sumar­húsa­lóðir og maður spyr sig; er það vegna þess að engin fast­eigna­gjöld eru greidd af stöðu­hýsum? Það væri ekki ó­eðli­legt að fast­eigna­gjöld væru inn­heimt af stöðu­hýsum sem eru á sumar­húsa­lóðum en ekki af stöðu­hýsum í hjól­hý­sa­görðum.

Að lokum, hvert eiga hjól­hýsa­eig­endur sem reknir eru af svæðinu við Laugar­vatn að fara með sín hjól­hýsi? Þau nýrri fara væntan­lega á götuna og bætir það hvorki um­ferðina eða á­stand vega að fá allt í einu yfir 100 hjól­hýsi á götuna til við­bótar við öll þau nýju sem fólk er að flytja inn sjálft eða kaupa hér­lendis og svo þau gömlu sem ekki geta farið á götuna fara væntan­lega á haugana en svo eru það stöðu­hýsin sem enginn vill hafa hvað með þau?

Vona að erindi mínu verði fundinn far­vegur til laga.

Höfundur er fyrrum hjól­hýsa­eig­andi á Laugar­vatni til tíu ára.