„Fimm­tíu ára er enginn aldur“ er oft sagt þegar ein­hver verður fimm­tugur. Það verður reyndar að fylgja sögunni að þeir sem segja þetta eru lang oftast eldri en fimm­tíu ára. En látum það liggja á milli hluta, það er sem betur fer stað­reynd að æfi mannsins er sí­fellt að lengjast og heilsan að batna. En 50 ár eru samt nokkuð. Hjálpar­starf kirkjunnar var stofnað 9. janúar 1970 og er því 50 ára. Og hvað? segir kannski ein­hver. Og við höfum nú í fimm­tíu ár verið far­vegur fyrir hjálp til sjálfs­hjálpar.

Með góðum stuðningi Ís­lendinga, yfir­valda, fyrir­tækja, safnaða og ein­stak­linga hefur hjálpar­starfið verið far­vegur fyrir hjálp, ráð­gjöf, vald­eflingu, virkni og far­sæld fólks á Ís­landi og um allan heim. Á Ís­landi veitir Hjálpar­starf kirkjunnar fólki sem býr við fá­tækt að­stoð í neyðar­til­fellum á­samt því að beina fólki þangað sem það getur vænst að­stoðar sem stofnunin veitir ekki. Rík á­hersla er á vald­eflingu kvenna og að tryggja vel­ferð barna. Starfið felst í því að greina vandann, veita fé­lags­lega ráð­gjöf og efnis­legan stuðning.

Verk­efnin er­lendis eru flest unnin í sam­starfi við Lútherska heims­sam­bandið og Al­þjóð­legt hjálpar­starf kirkna, ACT Alli­ance. Megin­mark­mið eru að fólk sem býr við sára fá­tækt geti séð sér far­borða á sjálf­bæran hátt. Verndun um­hverfis og vald­efling, og þá kvenna sér­stak­lega, eru á­herslu­þættir í verk­efnunum sem unnin eru í sam­vinnu við fólkið sjálft á hverjum stað. Í til­efni af af­mælinu stendur Hjálpar­starf kirkjunnar fyrir mál­þingi á Grand hóteli á af­mælis­deginum fimmtu­daginn 9. janúar kl. 16.30.

Yfir­skriftin er Vald­efling kvenna – Frasi eða fram­farir? Þar verður fjallað um af hverju á­hersla er lögð á vald­eflingu kvenna. Ber það árangur? For­seta­frú Eliza Reid, Magnús Árni Skjöld Magnús­son, for­seti fé­lags­vísindaog laga­deildar Há­skólans á Bif­röst, flytja erindi en þau eru bæði virk í bar­áttunni fyrir kynja­jafn­rétti. Fé­lags­ráð­gjafarnir Sæ­dís Arnar­dóttir og Vil­borg Odds­dóttir fjalla um efnið út frá starfinu á Ís­landi og Bjarni Gísla­son fram­kvæmda­stjóri út frá þróunar­sam­vinnu­verk­efnum í Úganda og Eþíópíu. Loks eru pall­borðs­um­ræður. Verið vel­komin á af­mælis­mál­þing!