Á­gæta Kristín.

Þakka þér til­skrifin í Vísi þann 12. júlí. Það er fal­legt af þér að grípa til varna fyrir starfs­fólk þitt þótt þú getir þess jafn­framt að álit pistla­höfunda, þ.e al­mennings sem ég tel mig til­heyra, varði þig engu. Það er sannar­lega ekkert nýtt að stjórn­endur ríkis­stofnanna á Ís­landi láti sig raddir borgaranna engu varða en mundu samt að við borgum launin þín. Þú átt húsa­skjól og mat í ís­skápnum af því að skatt­peningar al­mennings greiða launin þín og allan kostnað við þessa ó­geð­felldu stofnun sem þú stýrir.

Þú talar um að lögð sé á­hersla á innan ÚTL að unnið sé af hlut­leysi. Þetta er lygi og þú veist það. ÚTL er eins og þung­lynd dóm­nefnd í „Hælis­leitandi got talent“. Ef mál ein­stak­linga rata í fjöl­miðla og ná eyrum al­mennings svo ein­hverju munar, á fólkið séns, allt annað sem flýgur undir radarinn … ég má bara ekki til þess hugsa. Svo flestir sem fá hér hæli eru í raun valdir til að “upp­skera vel­þóknun pistla­höfunda.“

Á­fram um hlut­leysi starfs­fólks ÚTL sem er klár stað­reynda­villa: í málum eins og um­sóknum hælis­leitanda er ekkert til sem heitir hlut­leysi. Sú af­staða að sumar mann­eskjur séu ó­lög­legar og réttur þeirra til mann­sæmandi lífs sé um­deilan­legur stenst ekki skoðun. Hvergi.

Að ætla sér og starfs­fólki sínu að taka á­kvarðanir um heill annars fólks er vissu­lega vanda­verk og ég efa ekki eitt augna­blik að inn á þitt borð berast stundum um­sóknir frá fólki sem er til ó­gagns hvar sem það á heima. Þín af­leita lausn á þessum vanda er hins vegar að hafna öllum af grimmd og miskunnar­leysi, hafna mann­úð og heil­brigðri skyn­semi. Þú neitar að nota sál þína og kallar grimmd þína “jafn­ræðis­reglu”. Þú og þitt starfs­fólk er flótta­fólk frá mennskunni. Þetta er geð­veiki í hælis­leit.

Að taka á­kvarðanir um heill annars fólks er and­styggð og ég full­yrði að það er ekki hægt að vinna nokkurt hand­tak án skoðana og til­finninga og það er mann­skemmandi að vinna þvert gegn því sem flestum er eðlis­lægt – að gæta náungans. Þegar farið verður yfir söguna munu rök ykkar: „Við vorum bara að fylgja fyrir­mælum“ reynast lé­legt hald­reipi. Það vitum við.

Þér hefur tekist á­gæt­lega upp með að ráða til þín fólk sem telur sig ekki vera að selja sál sína, því það notar hana ein­fald­lega ekki í vinnunni. Það er af­rek hvernig þú hefur af­klætt þig mennskunni og vél­vætt fólkið sem undir þér starfar.

Graf­skrift ÚTL:

Hér starfaði sálar­laust fólk sem var „bara að vinna vinnuna sína“. Við munum aldrei fyrir­gefa þeim því þau vissu full­vel hvað þau voru að gera.