Þrátt fyrir að á Íslandi hafi náðst eftirtektarverður árangur þegar kemur að jafnrétti þá á atvinnulífið enn mörg fjöllin óklifin í jafnréttismálum. Í nýjum gögnum CreditInfo kemur fram að einungis 13% þeirra fyrirtækja sem raðast á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki er stýrt af konum og þá er staðan enn þá þannig að karlar stýra öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru hjá kauphöll Nasdaq á Íslandi. Konur eru þá ekki nema 34,7% af stjórnar - mönnum í íslenskum fyrirtækjum með yfir 50 launþega, þrátt fyrir að frá árinu 2013 hafi verið hér í gildi lög sem kveða á um að það hlutfall eigi að vera að lágmarki 40%.

Við hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð erum afar stolt af því að hafa lagt okkar lóð á vogarskálarnar við að koma á fót Hvatningarverðlaunum í jafn - réttismálum í samstarfi við UN Women á Íslandi, Samtök atvinnu - lífsins og atvinnuvega- og nýsköp - unarráðuneytið árið 2014. Þá var það mikill ávinningur fyrir verkefn - ið þegar Háskóli Íslands bættist við sem samstarfsaðili árið 2017. Verð - launin hafa fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi og hvatt íslensk fyrir - tæki til dáða þegar kemur að því að vinna markvisst að jafnrétti og auknum fjölbreytileika. Í því sam - hengi fagnar Festa því að frá og með næsta ári munu Samtök atvinnulífs - ins og Háskóli Íslands taka alfarið við sem framkvæmdaraðilar. Festa mun áfram styðja við verkefnið og leggja sitt af mörkum til að þau megi áfram dafna sem öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti í íslensku atvinnulífi.

Söngur fuglanna

Í yfir 150 ár hafa vísindamenn, sem voru jú að miklum meirihluta karlmenn, talið að fuglasöngur kæmi eingöngu frá karlfuglum. Það hefur nú komið í ljós, og kemur fram í nýlegri grein Alþjóðaefna - hagsráðsins, að hjá flestum fugla - tegundum tekur kvenfuglinn einn - ig þátt í söngnum. Það sem varð til þess að sú staðreynd kom í ljós, var aukin þátttaka vísindakvenna í rannsóknum á fuglum. Það skiptir nefnilega öllu máli að fá fjölbreyti - leikann að borðinu, því öll sjáum við heiminn frá okkar raunveru - leika og öll heyrum við ólíkan söng.

Erum við farin að sjá til lands?

Samkvæmt greiningu Alþjóðaefna - hagsráðsins tekur það „ekki nema“ 257 ár að ná jafnrétti kynjanna í launum, 43 árum lengur en spáð var árið 2018. Við stefnum í ranga átt. Á árlegri kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2019 lagði Antonio Guterres áherslu á það að farið verði í markvissar aðgerðir til að spyrna við þessari afturför sem blasir við okkur. Við þurfum að taka þessi mál föstum tökum og það byrjar á því einfaldlega að taka réttar ákvarðanir. Þá sýna rannsóknir að sú niðursveifla sem blasir við í kjöl - far COVID-19 mun koma til með að hafa verri áhrif á konur þar sem þau störf sem tapast eru að meirihluta unnin af konum.

Eitt af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna snýr beint að jafn - rétti kynjanna. En heimsmarkmiðin teikna upp fyrir okkur heildarmynd af þeim sjálf bæra heimi sem við stefnum að, þar sem enginn er skilinn eftir. Þegar við markvisst vinnum að jafnrétti kynjanna erum við á sama tíma að stuðla að heimi þar sem við búum við minni fátækt og hungur, stuðlum að auknum friði og stöndum vörð um náttúruna. Þetta spilar allt saman.

Við erum stödd á þeim tíma þar sem heiminn þyrstir í hugrekki og leiðtoga sem þora að taka stór skref sem stökkbreyta og koma á raunverulegum framförum. Með Hvatningarverðlaunum jafnréttis - mála köllum við fram þá aðila sem hafa lagt sig fram við að taka stóru skrefin og geta verið hvati fyrir aðra til að feta sömu slóð. Svo við leyfum okkar að vitna í eitt af einkunnar - orðum Félags kvenna í atvinnu - lífinu, „Jafnrétti er ákvörðun„ – ákvörðun sem skilar okkur öllum bættum hag og sjálf bærara sam - félagi.

Höfundar eru framkvæmda- og verkefnastjórar Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.