Við horfum fram á veginn – við ætlum í bólu­setningu og svo ætlum við að ferðast á ný. CO­VID-19 hefur sannar­lega reynt á þolin­mæðina og það í hæstu hæðum. Ferða­lög eru með því skemmti­legasta sem margir vita og ferða­frelsi okkar hefur bráðum verið heft í heilt ár.

Þegar við leggjum aftur af stað gætu heimila­skipti verið frá­bær kostur. Fyrir því eru margar á­stæður. Fyrir það fyrsta eru margir aura­litlir eftir far­aldurinn. Þá er ljúft að ferðast án þess að þurfa að leggja í mikinn kostnað við gistingu. Í öðru lagi gefa heimila­skipti tæki­færi til lengri ferða­laga. Hægt er að semja um heimila­skipti við sína skipti­fé­laga, ná­kvæm­lega eins og báðum hentar. Al­gengt er að fólk sem kemur til Ís­lands í heimila­skiptum sé til í þriggja vikna frí. Jafn­vel lengur og auð­vitað líka skemur. Í þriðja lagi verður þitt eigið heimili varla öruggara í fríinu en að þar búi ein­hver á meðan þitt ferða­lag stendur yfir. Og svo eru margar aðrar á­stæður. Fólk binst ævi­löngum vin­áttu­böndum við skiptin. Maður verður gestur inni á heimili annars fólks og er treyst fyrir góðri um­gengni þar. Maður býr í hverfinu þar sem fólkið í landinu býr og fær leið­sögn um allt það skemmti­legasta í ná­grenninu beint frá skipti­fé­laga sínum. Upp­lifunin býður upp á djúpan skilning á ó­líkum þjóðum.

Upp­haf Inter­vac heimila­skiptanna á Ís­landi

Inter­vac heimila­skipta­sam­tökin voru form­lega stofnuð árið 1953. Í byrjun voru þetta mest kennarar í Mið-Evrópu; kennarar sem fengu góð frí í sínu starfi, en ekki svo há laun. Síðan hafa sam­tökin vaxið og eru nú starfandi um allan heim og fé­lags­menn sam­takanna eru úr öllum stéttum sam­fé­lagsins; ein­hleypir og pör á öllum aldri, ungar fjöl­skyldur og eldri fjöl­skyldur, hommar og lesbíur, menntaðir og ó­menntaðir. Sam­skipta­málið er oftast enska en stór hluti heima­síðu Inter­vac á Ís­landi er þýddur yfir á ís­lensku og ótal fleiri tungu­mál. Um­boðs­menn starfa í 45 löndum og það net skapar öryggi fyrir skipti­fé­laga um allan heim.

Ís­lenskur um­boðs­maður og sendi­herra

Fyrir fólk á Ís­landi sem er að spá í heimila­skipti er kostur að vita til þess að Inter­vac heimila­skiptin eru bæði með ís­lenskan um­boðs­mann og sendi­herra sam­takanna. Það má ævin­lega leita til þeirra um hvað eina sem er og vekur spurningar. Sesselja og G. Pétur hafa gríðar­lega góða og mikla reynslu af heimila­skiptum. Á meðal á­fanga­staða hefur Sesselja heim­sótt Egypta­land, París, London, Ítalíu, Ír­land, Kaup­manna­höfn, Amsterdam, La Rochelle, Nan­tes, Tasmaníu og S­yd­n­ey í Ástralíu. Ýmist ein á ferð og allt upp í skipti með 7 manna fjöl­skyldu. G. Pétur hefur ferðast um Suður­Ameríku, Dan­mörku, París, Ber­lín og Bor­deaux.

Gest­risni og hlýja, alúð og vel­gjörningur ein­kenna góð heimila­skipti. Góðar leið­beiningar um hvernig staðið skal að skiptunum eru að­gengi­legar á heima­síðu sam­takanna, www.inter­vac.com.

Sesselja er umboðsmaður Intervac heimilaskiptasamtakanna á Íslandi og G. Pétur er sendiherra Intervac á Íslandi.