Í lok síðasta árs skilaði þýska fyrir­tækið Fraun­ho­fer skýrslu um sam­keppnis­stöðu stór­iðju á Ís­landi þar sem sér­stak­lega var horft til raf­orku­kostnaðar. Út­tektin var gerð að beiðni at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins. Um leið og hægt er að segja að skýrslan sem slík sé um margt ágæt, verður jafn­framt að segja að það sé til fyrir­myndar að út­tekt hafi yfir höfuð verið gerð á sam­keppnis­hæfni stór­iðju á Ís­landi. Ýmis já­kvæð teikn eru á lofti, líkt og hærra ál­verð, en að­koma stjórn­valda virðist nauð­syn­leg ef ekki á illa að fara. Þúsundir starfa eru undir sem og tugir milljarða í gjald­eyris­tekjur. Kem nánar að því síðar.

Sam­keppnis­hæft raf­orku­verð?

Fraun­ho­fer-skýrslan segir okkur að ál­ver voru að greiða fyrir af­hent raf­magn (þ.e. með flutningi) árið 2019 í Noregi um $30/MWst og í Kanada um $25/MWst. Þá er réttast að spyrja hvort þessi verð séu í boði hér á landi. Það er ekki að sjá sam­kvæmt „verð­skrá“ Lands­virkjunar sem t.d. var kynnt á árs­fundi fyrir­tækisins árið 2019. Þar er lág­marks­verð $28/MWst auk $6 til Lands­nets sem gerir $34/MWst fyrir af­henta orku, um $4-9 hærra en af hent verð til ál­vera í sam­keppnis­löndum okkar. Auk þessa ætlast Lands­virkjun til að verðið sé tengt verð­bólgu í Banda­ríkjunum, ó­líkt því sem gerist í þeim löndum sem hér hafa áður verið nefnd. Samningur ISAL er tengdur verð­bólgu í Banda­ríkjunum og virðist það vera eitt verst geymda leyndar­mál Ís­lands að af hent verð sé um $39/MWst; sem er um 30-50% hærra en verð sem sam­keppnis­aðilar ISAL greiða í Noregi og Kanada. Það virðist því fjarri að Ís­land sé að gefa frá sér raf­orkuna, þvert á móti virðast verð­væntingar Lands­virkjunar vera ó­raun­hæfar og of háar. Það kann að út­skýra að nú er um 7,5% orkunnar laus og ó­seld. Sú orka myndi t.d. duga til að knýja um 600 þúsund raf bíla.

Ef ISAL verður lokað, hvaða á­hrif hefur það á um­hverfis­mál?

Kín­verjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar ál­fram­leiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlut­deild Kína í ál­fram­leiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlut­deild þess komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til lofts­lags­mála þar sem f lest ál­ver í Kína eru knúin með kolum, á meðan raf­orka á Ís­landi er fram­leidd með vatns­afli og jarð­varma. Ýmsir um­hverfis­skattar hafa auk þess verið lagðir á fyrir­tæki í Evrópu, þ.m.t. ís­lensku ál­verin, vegna út­blásturs á meðan kín­verskir fram­leið­endur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raf­orku­kostnaður hefur gert sam­keppnis­stöðuna erfiða gagn­vart Kína. Það er hins vegar engum jarð­búa greiði gerður ef grænu ál­veri er lokað á Ís­landi, því það eflir fram­leiðsluna í kola­drifnum ál­verum. Evrópu­sam­bandið brást við þessu með ETS-endur­greiðslu­kerfinu sem, í stuttu máli, skatt­leggur kola­drifin orku­ver og niður­greiðir orku til stór­iðju. Á Ís­landi eru blessunar­lega engin kola­orku­ver. Það má því með réttu segja að aukin um­hverfis­vitund og skilningur stjórn­valda á Ís­landi á þeim að­stæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað fram­leið­endum hér á landi. Ára­móta­grein for­stjóra Lands­virkjunar virðist taka undir þetta.

Er stefna Lands­virkjunar eig­andanum, ís­lensku þjóðinni, til hags­bóta?

Þegar Lands­virkjun fór í samninga­við­ræðurnar við ISAL sem leiddu til samningsins sem gerður var árið 2010 var kominn nýr for­stjóri, ný stefna, ný verð­skrá. Hefur stefnan reynst á­sættan­leg fyrir þjóðina?

  • Tvö kísil­ver hafa risið með samning við Lands­virkjun í far­teskinu, United Silicon og PCC á Bakka. Bæði hafa kostað líf­eyris­sjóði og ís­lenska banka tugi milljarða. Báðar verk­smiðjurnar eru lokaðar.
  • n Samningur Elkem fór í gerðar­dóm og frá því hefur verk­smiðjan verið á skertum af köstum og starfs­mönnum hefur verið fækkað.
  • n Þeista­reykja­virkjun var reist fyrir tugi milljarða króna. Fjár­festing sem ráðist var í sam­hliða fram­kvæmdum við kísil­verið á Bakka. Virkjunin er því varla í fullri notkun og arð­semi fjár­festingarinnar lík­lega nei­kvæð.
  • n Gagna­ver risu hratt upp en sam­kvæmt fréttum úr greininni, þ.m.t. frá for­stjóra OR, eru þau að færast jafn hratt úr landi.
  • n Ekki hefur verið gerður lang­tíma­samningur við ál­ver síðan árið 2010 og fjár­festingar ál­vera í eigin rekstri fara sí­fellt minnkandi vegna ó­vissu í raf­orku­málum.
  • n ISAL keyrir á 85% af köstum og í­hugar að loka verk­smiðjunni sem mun hafa veru­lega nei­kvæð, bæði bein og ó­bein, á­hrif á hátt í tvö þúsund manns. Ef ISAL lokar myndi það kosta þjóðar­búið yfir 60 milljarða í tapaðar gjald­eyris­tekjur.
  • n Annar og þriðji stærstu við­skipta­vinir Lands­virkjunar hafa kært meinta markaðs­mis­notkun Lands­virkjunar til Sam­keppnis­eftir­litsins.
  • n Á meðan fjöldi starfs­manna hjá Lands­virkjun og Lands­neti hefur aukist um 37% milli áranna 2009- 2019, hafa á meðan nær engin ný störf verið sköpuð í stór­iðju landsins þrátt fyrir að vel yfir hundrað milljörðum króna hafi verið fjár­fest í greininni.

Lands­virkjun hefur varið stefnu sína með kjafti og klóm og meðal annars bent á ó­við­unandi hagnað fé­lagsins. Miðað við punktana hér fyrir ofan ætti það varla að koma nokkrum á ó­vart að arð­semi fé­lagsins sé ó­við­unandi. Eins og áður hefur komið fram þá fagna ég fram­taki iðnaðar­ráð­herra með út­tekt á stöðu stór­iðju hér á landi og að í fram­haldinu hafi verið á­kveðið að fara í út­tekt á verð­skrá Lands­nets. Á­huga­vert væri að sjá fjár­mála­ráð­herra gera slíkt hið sama og skipa út­tekt á starf­semi Lands­virkjunar síðustu 10 ár, enda heldur hann á hluta­bréfi þjóðarinnar í fyrir­tækinu.

Ál­verið í Straums­vík, Hafnar­firði

Ég starfa í um­boði íbúa í Hafnar­firði og mér ber hrein­lega skylda til að gæta hags­muna íbúa og sveitar­fé­lagsins. Í Straums­vík starfa um 500 starfs­menn með ó­líka menntun og reynslu, auk fjölda af leiddra starfa. Gjald­eyris­tekjur ál­versins eru yfir 60 milljarðar króna á ári. Það er því engum vafa undir­orpið að ál­verið í Straums­vík er sam­fé­laginu hér og landinu öllu á­kaf­lega mikil­vægt. Ál snertir okkar dag­lega líf með ýmsum hætti; m.a. notað í farar­tæki, byggingar, mat­væla­pakkningar og raf­tæki. Ál­verið í Straums­vík hefur verið til mikillar fyrir­myndar í um­hverfis­málum, m.a. fyrsta fyrir­tækið á Ís­landi til að inn­leiða um­hverfis­stjórnun skv. ISO14001, er með grænt bók­hald og hefur fengið verð­laun um­hverfis­ráðu­neytisins fyrir að ganga lengra í um­hverfis­málum en lög í landinu gera ráð fyrir. Þá er ISAL tækni­væddasta ál­ver landsins og býr til mest verð­mæta­skapandi vöruna.

Um­hverfis­vænt ál er fram­leitt á Ís­landi; ál sem ellegar væri fram­leitt annars staðar. Er gott mál ef 500 ein­staklingar missa vinnuna? Er gott mál ef sam­fé­lagið verður af milljörðum í sam­eigin­lega sjóði okkar? Sam­rýmist það heildar­mark­miðum okkar í lofts­lags­málum að hvetja til aukinnar ál­fram­leiðslu á svæðum sem menga jafn­vel tí­falt á við það sem gerist hér á landi? Er þörf á að endur­skoða stefnu Lands­virkjunar? Eða þarf fyrst að koma til stór­tjóns hér í Hafnar­firði?