Hand leiðslu fé­lag Ís­lands fagnar um þessar mundir 20 ára starfs­af­mæli. Fé­lagið var stofnað 23. júní árið 2000 og saman­stendur af fag­fólki sem hefur aflað sér reynslu og réttinda til að hand­leiða ein­stak­linga og hópa við þróun starfa sinna. Á vef­síðu fé­lagsins (hand­leidsla.is) er að finna lista yfir þá aðila sem veita hand­leiðslu fyrir starfs­fólk í heil­brigðis­þjónustu, fé­lags­þjónustu og skóla­þjónustu en jafn­framt á öðrum sviðum at­vinnu­lífsins. Hand­leiðsla er þýðingar­mikill þáttur í því að skapa fólki heil­brigð starfs­skil­yrði. Þar gefst tæki­færi til að í­grunda starf sitt, hug­myndir, á­skoranir og líðan í starfi í öruggu og ó­háðu um­hverfi undir hand­leiðslu sér­hæfðs aðila af sama eða skyldu fag­sviði. Á­vinningur sem af hand­leiðslu hlýst felst meðal annars í fag­legu að­haldi, aukinni sjálfs­þekkingu, þjálfun í greinandi hugsun, öflugri fag­þróun, auknu sjálf­stæði í starfi og meiri starfs­á­nægju.

Þær fag­stéttir sem starfa á áður­nefndum sviðum eiga það sam­eigin­legt að hafa valið sér störf þar sem stutt er við fólk með einum eða öðrum hætti. Þótt starfs­um­hverfi þeirra kunni að vera ó­líkt er þeim sam­merkt að hafa með störfum sínum bein á­hrif á lífs­gæði fólks sem oftar en ekki eru í við­kvæmri stöðu og jafn­vel vald­lítið um eigin hag. Því fylgir á­byrgð sem getur orðið í­þyngjandi, sér­stak­lega ef starfs­skil­yrði eru erfið, eftir­fylgd og sam­ráð lítið og úr­ræði tak­mörkuð. Starfs­þreyta í slíkum að­stæðum er ó­hjá­kvæmi­leg og getur leitt til starfs­þrots ef ekki er brugðist við. Nei­kvæð starfs­tengd streita er ekki einka­mál þeirra sem við hana glíma. Hún varðar al­manna­heill þegar grant er skoðað og er fyrst og fremst stofnana- og stjórnunar­vandi sem bregðast þarf við með öflugum hætti. Hér er því haldið fram að hand­leiðsla geti gert gæfu­muninn þegar fag­fólk verður vart við þverrandi starfs­gleði og vinnu­þrek. Hand­leiðslu skyldi þó ekki síður að sækja í verndandi skyni þegar allt gengur að óskum og ætti í raun að vera við­varandi þáttur í þróun eigin starfs­hæfni.

Ekki standa allar þessar fag­stéttir jafnar að vígi þegar kemur að að­gengi að hand­leiðslu. Sumar eiga langa hefð fyrir hand­leiðslu­sókn á meðan aðrar hafa haft lítil sem engin kynni af henni. Það getur skýrst af mörgum þáttum til dæmis ef hún hefur ekki verið kynnt til hlítar í námi við­komandi fag­stétta eða að hvatinn er jafnan ekki fyrir hendi í starfs­um­hverfi þeirra. Hand­leiðsla við fag­fólk er ekki munaður heldur á­vinningur við­komandi þjónustu­stofnana og í raun lykil­þáttur í gæða­þróun þeirra. Sam­ráð við kollega, teymis­vinna og hvers­kyns jafningja­stuðningur á vinnu­stað getur aldrei orðið í­gildi fag­hand­leiðslu þrátt fyrir að vera styðjandi, en hætt er við að litið sé þannig á ef hand­leiðsla er stjórn­endum framandi eða að þrengt er ræki­lega að stofnunum fjár­hags­lega. Í hnot­skurn eru störf þessa fag­fólks þess eðlis að það hlýtur að varða öryggi al­mennings að það njóti sjálft fag­legs stuðnings af hæstu gæðum við störf sín. Það er um­hugsunar­vert að á tímum aukinnar á­herslu á fag­mennsku og gæði skuli hand­leiðsla vera jafn van­ræktur þáttur og raun ber vitni.

Á undan­för num mánuðum höfum við orðið vitni að því hvað við eigum öf lugt fag­fólk á sviði heil­brigðis­þjónustu og lög­gæslu. Fram­ganga þessa fólks hefur vakið verð­skuldaða að­dáun. Hún eins­korðast þó ekki við þær að­stæður sem sköpuðust af völdum CO­VID19 heldur endur­speglar hún það hugar­far og sið­ferði sem al­mennt ein­kennir fag­stéttir sem starfa við að bæta lífs­kjör annarra. Hætt er þó við að góðir eigin­leikar gangi til þurrðar þegar álag verður meira en getan til að mæta því. Fag­fólk er í æ meira mæli með­vitað um nauð­syn þess að standa vörð um starfs­heil­brigði sitt og verjast starfs­þroti. Um leið verður kallið hærra eftir öflugri stuðningi og eftir­fylgd. Hand­leiðsla er meðal þess sem svarað getur því kalli. Að­gangur að fag­hand­leiðslu án í­þyngjandi kostnaðar er lykillinn að inn­leiðingu hennar í störf allra hjálpar­stétta og þyrfti að vera inn­byggður og tryggður með lög­bundnum hætti í starfs­kjörum þeirra. Á­stæða er til að hvetja fag­fé­lög, stéttar­fé­lög og sveitar­fé­lög landsins til að beita sér fyrir því að svo geti orðið, okkur öllum til heilla.