Margir eru uggandi yfir fyrir­huguðu nýju skipu­lagi fyrir hluta mið­bæjar Kópa­vogs, og það ekki að á­stæðu­lausu. Um miðjan mars­mánuð var kynnt vinnslu­til­laga að nýju aðalog deili­skipu­lagi sem gerir ráð fyrir um­tals­verðri aukningu á bygginga­magni og meðal annars turni sem er 13 hæðir ofan­jarðar og á að hýsa hótel.

Hamra­borgin er í hjarta höfuð­borgar­svæðisins og það eru heil­mikil tæki­færi í upp­byggingu á svæðinu. Stofn­leiðir al­mennings­sam­gangna fara þarna um og stutt er í þjónustu og menningu. Það er því afar mikil­vægt að vanda vel til verka. Ein af for­sendunum fyrir því að vel takist til er virkt og gott sam­ráð.

Eitt af grunn­gildum Pírata er beint lýð­ræði og sjálfs­á­kvörðunar­réttur – við teljum að allir ættu að hafa rétt á að koma að á­kvarðana­töku um mál­efni sem varða þá. Í­búar og hags­muna­aðilar á svæðinu eru sér­fræðingar í nær­um­hverfi sínu og sam­ráð stuðlar að vandaðri á­kvörðunar­töku á betri þekkingar­grunni.

Í þetta sinn fór kynning vinnslu­til­lögunnar ein­göngu fram raf­rænt, þar sem bæði verk­föll og CO­VID-19 gerðu það erfitt að halda hefð­bundinn kynningar­fund. Það má spyrja sig hvort slíkt falli undir full­nægjandi hátt, en í kjöl­farið kom í ljós að margir höfðu skoðun á til­lögunni og kölluðu eftir auknu sam­ráði.

Bæjar­stjórn ætti alltaf að hafa það hug­fast við á­kvarðana­töku að valdið kemur fram frá í­búum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það að­eins í um­boði íbúa. Við full­trúar Pírata, Sam­fylkingar og BF Við­reisnar höfum lagt þá til­lögu fyrir skipu­lags­ráð að farið verði í opið og fag­legt þátt­töku­skipu­lag vegna um­rædds reits þar sem hags­muna­aðilar og starfs­fólk bæjarins vinna saman undir stjórn fag­aðila að góðri lausn sem tekur mið af væntingum og þörfum nú­verandi sem og til­vonandi íbúa og hags­muna­aðila.

Hamra­borgar­svæðið er mið­bærinn okkar og hér er tæki­færi til þess að skipu­leggja svæðið í virku sam­ráði og góðri sátt. Við skulum ekki flýta okkur um of heldur gera þetta vel.