Skoðun

Hættið að koma með afsakanir

Silja er stjórnmálafræðingur og atvinnuþróunarráðgjafi. Skipar 1. sæti á S-lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi

Á dögunum kallaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir tillögum frá ráðuneytinu um betri samsetningar á biðlistum. Biðlistar eftir mjaðma- og hnjáskiptaliðaaðgerðum er nefnilega meira en tvöfaldur á við það sem hann á að vera og kostaði samfélagið árið 2016 um 40 milljónir á viku fyrir utan þann sársauka sem sjúklingar upplifa með bein við bein mánuð eftir mánuð. Í dag geta þeir sjúklingar sem fara yfir þriggja mánaða biðtíma farið erlendis og íslenska ríkið borgar og þeir sjúklingar sem eiga nægan pening geta oftast komist að á einkastofnunum. Þetta er ekki ásættanlegt ástand í landi sem lofar öllum viðunandi heilbrigðisþjónustu.

Nú veit ég að Svandís bað bara um tillögur frá ráðuneytinu og um samsetningar á listum og samvinnu en ég svara samt kalli þegar ég tel mig hafa eitthvað uppbyggilegt að segja.

Árið 2016 vann ég í samvinnu við lokaverkefnahóp minn í MBA námi við Háskóla Reykjavíkur verkefni sem laut að því að útrýma því vandamáli sem biðlistarnir eru. Við gerðum spálíkan sem spáir fyrir nauðsyn þessara aðgerða og biðlistinn mun margfaldast verði ekki gripið inn í með alvöru aðgerðum fyrir utan allan þann gríðarlega kostnað sem er að hljótast vegna þeirra.

Við spáðum þó ekki bara hörmungum, það hefði verið lítið verkefni í því. Við komum líka með lausn. Á Íslandi er ein aðalástæða þess að það gengur svona hægt á biðlistann er að sjúklingum er fyrirfram gefin tími en svo er raunin að oft þarf að fresta af því að aðstöðunni sem er ætlað í aðgerðirnar eru sama aðstaða og er fyrir bráðaaðgerðir.

Í hópnum okkar var læknir sem í Svíþjóð hafði stýrt heilbrigðiseiningu, en þar brjóta þeir upp heilbrigðiseiningar eftir sérhæfingu og hann benti okkur á að þar hefði til dæmis verið eining sem var tileinkuð þessum liðskiptaaðgerðum. Í Svíþjóð er biðlistar í eðlilegu horfi og þessar einingar bjóða heilbrigðisstarfsfólki upp á venjulegan níu til fimm vinnudag sem margir horfa til.

Við erum með sjúkrahús með aðstöðu til að verða sérhæfð eining í þessum aðgerðum, eitt á Akranesi, eitt í Reykjanesbæ og það er meira að segja ónotuð aðstaða á Akureyri. Kostnaður við að breyta fyrirkomulaginu er nokkur í byrjun en jafnar sig hratt og eftir fimm ár væri biðlistinn búinn að jafna sig og startkostnaður búinn að borgast niður.

Við höfum kynnt þetta tvisvar fyrir ráðuneytinu. Þeir vita um þennan möguleika og við höfum aldrei fengið önnur rök fyrir því að þetta sé ekki gert annað en að mögulega gæti orðið erfitt að manna ef þetta er ekki í Reykjavík. Það er ekki vandamál, það er hindrun sem er hægt að leysa sérstaklega ef við horfum til þess að mikið af heilbrigðisfólki vill losna af vöktum og þá er kannski hálftíma akstur í vinnu ekki óyfirstíganlegt eða þá að flytjast í þau ágætu bæjarfélög sem fyrir eru.

Nú er tími aðgerða, hættið að koma með afsakanir, lagið þessa biðlista einn, tveir og tíu!

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

„Ég er nóg“
Óttar Guðmundsson

Skoðun

Þriggja metra skítaskán
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Lýst er eftir leiðtoga
Kristín Þorsteinsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Er um­ræðan um klukku­stillingu á villi­götum?
Gunnlaugur Björnsson

Nóg hvað?
Þórarinn Þórarinsson

Tilgang lífsins er að finna í þessum pistli
Þórlindur Kjartansson

Eina leiðin
Hörður Ægisson

Á skíði fyrir sumarbyrjun
Katrín Atladóttir

Fjölgun hjúkrunar­fræði­nema við HA
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir

Auglýsing