Reykja­vík er til­búin að hafa for­ystu um græna endur­reisn eftir Co­vid. Í gær sam­þykkti borgar­stjórn Græna planið sem snýst um að setja lofts­lags­mál í for­grunn allrar á­kvarðana­töku hjá borginni. Græna planið er víð­tæk á­ætlun sem gerir ráð fyrir að Reykja­vík taki for­ystu í að­gerðum til að bregðast við efna­hags­sam­drætti og vaxandi at­vinnu­leysi og tryggi að þær verði í sam­ræmi við fram­tíðar­sýn um kol­efnis­hlut­laust borgar­sam­fé­lag og metnaðar­full lofts­lags­mark­mið borgarinnar.

Græna planið – sem tekur til þrettán þátta – er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu um að leiðin út úr kreppunni verði græn – með því að veðja á þrótt­mikið og fjöl­breytt borgar­hag­kerfi sem hvílir á stoðum traustra grænna inn­viða.

Á næstu vikum munum við halda sam­ráðs­fundi með hags­muna­aðilum, aðilum vinnu­markaðarins, há­skólunum, fyrir­tækjunum í borginni og öðrum mikil­vægum sam­starfs­aðilum til þess að eiga sam­tal um spennandi grænt efna­hags­plan til næsta ára­tugar, um lofts­lag, loft­gæði og lífs­gæði.

Þetta ár og næsta vetur þarf að takast á við al­var­lega stöðu at­vinnu­leysis og annarra af­leiðinga kóróna­veirunnar. Því þarf að mæta með fjár­festingum og fjölgun starfa. Næsti ára­tugur þarf að vera ára­tugur að­gerða í lofts­lags­málum. Þær þarf að hefja strax og í sam­vinnu margra.

Reykja­vík var lán­söm að pólitísk sam­staða náðist um þrettán skýrar að­gerðir sem fyrstu við­brögð við kóróna­veirunni. Starfs­fólk og kjörnir full­trúar stóðu þétt saman að neyðar­stjórn og við að halda nauð­syn­legri þjónustu gangandi gegnum þennan erfiða tíma í vetur.

Nú er komið að næsta skrefi og það verður grænt. Það er ljóst að borgar­stjórn gengur í þessu efni í takt við hug borgar­búa og lands­manna.

Könnun sem Frétta­blaðið birti á for­síðu í gær sýnir skýrt að mikill meiri­hluti þjóðarinnar – og yfir­gnæfandi meiri­hluti borgar­búa – telur að það eigi að taka lofts­lags­breytingar jafn föstum tökum og stjórn­völd tókust á við Co­vid-19.

Það er mikil­vægt að hlusta ekki að­eins á þetta sterka á­kall um grænna sam­fé­lag eftir kreppuna. Það er skylda okkar að hlusta á þessar raddir, ekki bara gagn­vart þeim sem núna byggja sam­fé­lagið, heldur fyrir komandi kyn­slóðir.