Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra var gestur Ch­at­ham Hou­se í London í gær­morgun áður en hún hélt til heim­sóknar til Elísa­betar drottningar og Boris John­son. Ch­at­ham Hou­se eru sam­tök sem starf­rækt eru utan ríkis­af­skipta og ekki í á­bata­skyni til að skapa vett­vang og skoðana­skipti um al­þjóða­mál og mál­efni líðandi stundar. Þar flutti Katrín vel stílaða ræðu sem ég hvet ykkur til að lesa hér og horfa á hér. Katrín kemur á­kaf­lega vel fyrir, er vel mælandi á enska tungu, beitir færni í ræðu­tækni og er glæsi­leg. Ung, kraft­mikil, skyn­söm og gáfuð kona og sú sýn sem hún kynnti í ræðu sinni bar á margan hátt vott um víð­sýni og fram­sýni – Katrín virkaði um­fram allt á­kaf­lega manneskju­leg. Ég var í fyrstu eigin­lega stór­hrifin, næst undrandi og svo eigin­lega bara for­viða.

Efni ræðunnar og um­ræðna á eftir var Ís­land og “vel­sældar­hag­kerfið”, en hug­takið er fremur nýtt af nálinni í orð­ræðu ís­lenskra stjórn­mála. Vel­sældar­hag­kerfi þýðir á stjórn­mála­máli að stjórn­mála­menn þykjast nú skilja að vel­sæld al­mennings er líka ein­hvers virði. Þetta kynnir leið­togi Vinstri grænna sem nýja og fram­sækna hugsun á heims­vísu.

Hvernig Katrín getur verið tals­maður þessarar sjálf­sögðu stefnu, í út­löndum, er mér þó hulið. Katrín leiðir ríkis­stjórn sem sveltir heil­brigðis­kerfi, mennta- og sam­göngu­kerfi og aðra nauð­syn­lega inn­viði um þúsundir milljóna og mærir fjár­mála­ráð­herra sinn sem rekur ríkis­sjóð eins og um fjár­festinga­sjóð væri að ræða. Ríkis­stjórn sem leiðir van­sæld ekki vel­sæld.

Ríkis­stjórn Ís­lands heldur hlífi­skildi yfir bófum sem hafa sannan­lega með ó­svífnum hætti rænt sam­landa sína og aðrar þjóðir auð­æfum sínum og þar með inn­viðum. Hún axlar enga á­byrgð gagn­vart borgurum og beitir engum viður­lögum fyrir fram­ferðið enn sem komið er. Engar líkur eru á að nokkuð verði að gert, ef við lítum ör­snöggt í skúma­skot hrunsins. Þetta er hið litla Ís­land, sem skatt­greið­endur eru látnir eyða miklum fjár­munum í að aug­lýsa sem hina litlu para­dís rétt­vísinnar. Ís­lands­sagan um landið knáa sem svipti auð­menn illum feng sínum og refsaði eftir byltingu al­múgans fer hátt um heiminn eins og annað heima­til­búið bull.

Upp­skriftin að hug­myndinni um vel­sældar­hag­kerfið er ekki úr ís­lensku eld­húsi, heldur riðu Írar á vaðið og fengu Ís­land og Nýja-Sjá­land til að leiða þá hugsun til annarra að hag­sæld þjóða ætti ekki einungis að meta í efna­hags­legum skilningi heldur væri vel­sæld og vel­líðan þjóða jafn miki­vægur mæli­kvarði á ríki­dæmi þjóða. Þetta er and­svar kven­leið­toga þessara landa gegn óða­kapítal­isma sem safnar auði til fárra og holar niður þá inn­viði sem eiga að gagnast mörgum og tryggja vel­sæld fólks.

Katrín full­yrðir í Ch­at­ham Hou­se að ríkis­stjórn hennar sé að fjár­festa veru­lega í inn­viðum sam­fé­lagsins og telur fyrst heil­brigðis­kerfið, vel­ferðar­kerfið og mennta­kerfið. Kannast ein­hver við þetta?

Guð láti á gott vita og að þær fjár­festingar skili sér á meðan þeir og börn þeirra sem lesa þetta draga andann. Því það ríkir neyðar­á­stand á Ís­landi í þessum efnum, heil­brigðis­kerfið er komið að fótum fram, ríkis­stjórnin vill fremur einka­væða það en losa um eignar­hald sitt á fyrir­tækjum og ríkis­styrkja. Vel­ferðar­kerfið er líka hand­ó­nýtt, spyrjið fá­tækt barna­fólk, sjúk­linga og ör­yrkja og tæp­lega 40% drengja á Ís­landi sem geta ekki lesið sér til á­nægju eða gagns. At­hugið að ó­læsi er stjórn­mála­mönnum afar gagn­legt, því ef þú skilur ekki hvernig kaupin gerast á eyrinni, þá geturðu ekki varið þig og þína. Hvert fara skattarnir okkar gott fólk?

Katrín kynnir í Ch­at­ham Hou­se fögur fyrir­heit í um­hverfis­málum og kol­efnis­jafnað Ís­land árið 2040. Kol­efnis­skattar inn­heimtir, matar­öryggi tryggt, hreinar sam­göngur, skurð­upp­fyllingar, styrkir til lausna á sviði um­hverfis­mála, banna bíla sem ganga fyrir hefð­bundnu elds­neyti eftir árið 2030 svo eitt­hvað sé nefnt. Hvernig þetta sam­ræmist raun­veru­legri stefnu ríkis­stjórnar Katrínar sem stendur fyrir ríkis­styrktri stór­iðju í formi skatta­í­vilnanna, stór­mengandi hernaðar­upp­byggingu Banda­ríkja­manna Í Kefla­vík, vafa­sömum virkjunar­á­formum, stór­aukinni um­ferð skemmti­ferða­skipa og and­vara­leysi við á­bendingum um að and­rúms­loft á Ís­landi sé endur­tekið skað­legt sökum mengunar, veit ég ekki. En þetta hljómar allt vel í út­löndum og mjög vel á ensku. Þetta fær ein­hvern al­vöru­blæ, þarna fer al­vöru hug­sjóna­stjórn­mála­maður, hugsar maður.

Katrín kynnir svo til sögunnar fjár­mála­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar sem verði kynnt lands­mönnum næsta vor þar sem for­gangs­at­riði hafi verið ræki­lega skil­greind og þau eru meðal annars og haldið ykkur nú!

Stór­minnkuð kol­efnislosun! og geð­heilsa!

Kosninga­lof­orðin skrifa sig sjálf:

„Allir fá tíma á geð­deild ef þeir fara þangað fót­gangandi!”

Katrín sagði frá því í Ch­at­ham Hou­se að þótt að Ís­lendingar séu í hópi hamingju­sömustu þjóða í heimi þá hafi þung­lyndis­lyfja­notkun valdið heil­brigðis­yfir­völdum á­hyggjum þar sem slík lyf séu meira notuð hér en hjá ná­granna­þjóðum okkar og nauð­syn­legt sé að grípa til veiga­mikilla að­gerða til að bæta geð­heilsu lands­manna. Þær að­gerðir til næstu fimm ára kynnti Katrín og í þessari röð; Með bættri geð­þjónustu, for­vörnum meðal annars í gegnum í­þrótta­starf og listir! Næst talaði Katrín fyrir mikil­vægi þess að tryggja fólki hús­næði og skapa jafn­vægi milli at­vinnu og heimilis, sum­sé að stytta vinnu­tíma geri ég ráð fyrir.

Þung­lyndi stafar af mörgum á­stæðum en þegar fólk getur ekki verið öruggt um að geta tryggt sér og sínum við­unandi lífs­skil­yrði, því ríkis­stjórnin kemur raun­veru­lega í veg fyrir það, þá grefur það undan til­trú mann­eskjunnar á sig sjálfa og hún verður þung­lynd.

Í sam­fé­lagi þar sem auð­söfnun og ríki­dæmi nýtur virðingar og lotning og þöggun um­lykur spillingu verður fólk þung­lynt, því fram­ferði þeirra fáu sem auðgast, bitnar á mörgum og veldur hjá þeim skömm, reiði og van­líðan.

Í ríkis­stjórn sem stöðugt ver rétt hinna fáu til að haga sér eins og inn­viðir sam­fé­lagsins séu spila­peningar í Matador verður fólk þung­lynt. Það er þung­lyndi­svekjandi að vita betur, en vera stöðugt sagt að maður hafi rangt fyrir sér. Að gildis­mat manns sé stöðugt sagt einskis virði, er heila­þvottur og þar­með á­vísun á geð­veiki.

Ég deili ekki fram­tíðar­sýn Katrínar Jakobs­dóttur því ég kem henni ekki heim og saman. Orðin úr munni hennar hjá Ch­at­ham Hou­se eru í engu í sam­ræmi við þann veru­leika sem ég þekki á Ís­landi.

Katrín segir það að hafa alist upp í blokk hafi kennt henni allt sem hún þurfti að vita um mála­miðlanir. Ég kann ekki að meta mála­miðlanir Katrínar Jakobs­dóttur í ríkis­stjórnar­sam­starfinu og því síður þann tví­skinnungs­hátt sem birtist í fram­komu hennar í út­löndum.

Ég ætla að enda þessa grein á orðum Katrínar sjálfrar í laus­legri þýðingu minni, besta orwelíska tví­tal (eng. dou­blespeak) sem sést hefur lengi: „Fyrir okkur stjórn­mála­menn þar sem ei­lífðin er bundin við okkar stjórnar­setu (sem getur verið ansi stutt í sumum löndum!) er samt hollt að í­mynda sér að þurfa að standa fyrir svörum barna­barna sinna og jafn­vel barna þeirra. Og ef þau spyrja: „Af­hverju björguðu þið ekki jörðinni?” Þá vil ég ekki svara: „Af­því að við á­kváðum frekar að bjarga kapítal­ismanum í þeirri mynd sem við þekktum hann.”