Litla-Hrauni 23 nóvember 2022

Berist til

Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra

Páls E Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar Íslands

Alþingi Íslands

Fangavarðarfélag íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram á minnisblaði Dómsmálaráðherra, dagsett 22 nóv 2022 til Fjárlaganefndar Alþingis.

Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni.

FVFÍ skorar á Fangelsismálastjóra, Dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða og öryggi í fangelsum landsins. Minnispunktar ráðherra eru mjög nákvæm lýsing á stöðunni sem er til staðar í fangelsunum í dag.

Því miður er þessi staða ekki alveg ný en FVFÍ sendi frá sér áskorun 29 janúar á þessu ári vegna ástands öryggismála í fangelsunum. Ástandið hefur bara versnað síðan þá.

Virðingarfyllst

Stjórn FVFÍ

Garðar Svansson er formaður Fangavarðafélags Íslands en undir ályktunina skrifar öll stjórnin.

Punktar úr minnisblaði Dómsmálaráðherra 22 nóv.-22

Afleiðingar ef ekki koma til auknar fjárheimildir 2023 og fjárauki 2022:
1. Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað frá og með 1. janúar 2023
a. 12 starfsmenn missa vinnuna
b. 21 fangelsipláss hverf úr notkun
2. Húsi 3 á Litla Hrauni verður lokað, a.m.k. allt árið 2023
a. 4-5 starfsmenn missa vinnuna eða fá ekki framhaldsráðningu
b. 23 fangelsispláss hverfa
3. Boðunarlisti lengist
4. Fymingar refsinga aukast
5. Starfsfólk mun þreytast og starfsánægja mun skerðast verulega
6. Öryggismál fangelsanna áfram í ólestri