Tilkoma gervigreindar hefur gjörbreytt lífi okkar, vinnu og samskiptum. Einn mest spennandi angi þessarar tækni er geta gervigreindar til að skrifa texta. Það er áhugavert að ímynda sér framtíð þar sem gervigreind skrifar pistil eins og þennan en það eru bæði kostir og gallar sem rétt er að hafa í huga.

Ef við byrjum á því jákvæða þá gætu textaskrif sem skrifuð eru af gervigreind aukið skilvirkni og framleiðni. Þar sem tæknin getur skrifað mikið magn af texta á stuttum tíma. Þannig má spara verulega fjármuni fyrir fjölmiðla og fyrirtæki sem þurfa að skrifa mikið af textum.

Hins vegar eru gallar á gæðum efnis sem gervigreindin skrifar því hún er gjörsneydd ímyndunarafli sem aðeins mannshugurinn býr yfir. Gervigreind skortir líka innsýn í menningarlegar tilvísanir og smáatriði sem eru grunnstoð í samskiptum manna á milli. Það má einnig leiða að því líkur að með auknum þunga gervigreindar munum við sjá sífellt minni fjölbreytileika og tæknin muni skila af sér af formúlukenndum og almennum textum.

Þessi texti hér að ofan er skrifaður af gervigreindarforritinu Chat GPT sem er aðgengilegt á netinu. Ég prófaði að biðja forritið um að skrifa fyrir mig pistil, um kosti og galla þess að gervigreindin sjái um skrif á slíkum pistli. Innan 50 sekúndna fékk ég textann hér að ofan á ensku. Ég þýddi hann á íslensku eins orðrétt og mér var kostur. Pistillinn er ekki sá skemmtilegasti en miðað við að þessi tækni er á frumstigum er ljóst að byltingin er rétt að byrja.