Vögg­u­stof­ur þær sem Reykj­a­vík­ur­borg rak á ár­un­um 1949 til 1973 hafa ver­ið til um­ræð­u und­an­far­ið en fimm menn sem þar dvöld­u sem börn hafa lýst slæm­um að­bún­að­i og kraf­ist rann­sókn­ar á starf­sem­inn­i.
Borg­ar­stjór­i Dag­ur B. Eggerts­son hef­ur sam­þykkt kröf­u fimm­menn­ing­an­a um að far­ið verð­i í saum­an­a á rekstr­in­um og um leið skoð­að hvers vegn­a al­var­leg­ar at­hug­a­semd­ir sál­fræð­ings um að­bún­að barn­ann­a, hurf­u ofan í pól­ít­ísk­ar skot­graf­ir árið 1967.

Jafn­vel þó lýs­ing­ar eins og „gróðr­ar­stí­a and­legr­ar veikl­un­ar“ hafi ver­ið not­að­ar um heim­il­in þar sem hvít­voð­ung­ar voru vist­að­ir allt til tveggj­a ára ald­urs var mál­ið þagg­að nið­ur og stof­urn­ar rekn­ar í sex ár til við­bót­ar, í hvert sinn með tugi barn­a í vist.

Börn þau sem vist­uð voru á vögg­u­stof­un­um voru flest börn ungr­a, fá­tækr­a og veikr­a mæðr­a sem ekki var tal­ið að ann­ast gætu börn sín svo vel væri. Ster­ílt hús­næð­i fyllt starfs­fólk­i í­klædd­u hvít­um slopp­um innanum hvít­mál­að­a vegg­i og fá hús­gögn er eitt og sér aug­ljós­leg­a ekki á­kjós­an­legt um­hverf­i fyr­ir barn í þrosk­a­ferl­i. Í kring­um ó­málg­a börn­in var fátt sem örv­að­i skiln­ing­ar­vit­in og vörð­u þau mest­um tíma í rúm­um sín­um. Börn­in feng­u sjaldn­ast að fara út und­ir ber­an him­inn og ef svo bar und­ir á góð­viðr­is­deg­i voru þau dúð­uð og trill­að út á sval­ir í riml­a­rúm­um sín­um. Dæmi eru um tveggj­a ára börn sem voru bæði ó­ta­land­i og ófær um að borð­a fast­a fæðu við út­skrift af vögg­u­stof­unn­i enda hafð­i þeim ekki ver­ið kennt það.

Verst­ur verð­ur þó að telj­ast skort­ur­inn á at­læt­i og hlýj­u á þess­um mikl­a mót­un­ar­tím­a í mann­leg­um þrosk­a. Starfs­fólk­ið sinnt­i lík­am­leg­um þörf­um barn­ann­a en ekki þeim and­leg­u. Mæð­urn­ar mátt­u heim­sækj­a börn­in en að­eins horf­a á þau í gegn­um gler. Engin snert­ing leyfð. Engin móð­ur­ást. Né nokk­urs kon­ar ást. Þann­ig hófst líf þess­a fólks, gjör­sneytt mann­leg­um kær­leik­a en þó með þurr­a bleyj­u og dauð­hreins­að um­hverf­i enda sýkl­a­hræðsl­a í kring­um ung­börn­in mik­il. Ekki skild­u þau veikj­ast.

Kraf­a fimm­menn­ing­ann­a er rétt­mæt og sam­fé­lag­in­u holl. Við­ar Eggerts­son, einn þess­ar­a fimm, dvald­i barn­a lengst á vögg­u­stof­u á­samt tví­bur­a­syst­ur sinn­i Björk, eða til tveggj­a og hálfs árs ald­urs. Hann seg­ist skuld­a móð­ur sinn­i sem sagð­i sögu þeirr­a mæðg­in­a, í út­varps­þætt­i sem Við­ar fram­leidd­i árið 1993 og heit­ir, Eins og dýr í búri, rétt­læt­i, en hún hefð­i í ár fagn­að ald­ar­ar­mæl­i.

Þó svo að ekki verð­i nokk­urn tíma bætt fyr­ir þett­a mann­skemm­and­i upp­haf til­ver­unn­ar sem þess­i börn hlut­u eða þá ang­ist sem mæð­urn­ar og stund­um feð­ur mátt­u þola er þó mik­il­vægt að gera mál­ið upp. Af­leið­ing­arn­ar eru skelf­i­leg­ar og hafa rann­sókn­ir sýnt að á­föll í bernsk­u erf­ist. Á­föll­in eru var­an­leg­a inn­prent­uð í erfð­a­meng­ið og ber­ast þann­ig á­fram, kyn­slóð fram af kyn­slóð. Eins hafa vís­ind­in sýnt fram á sterk tengsl mill­i á­fall­a í æsku og heils­u­fars­vand­a á full­orð­ins­ár­um.

Árið 2007 var skip­uð nefnd sem fór í saum­an­a á starf­sem­i vist­heim­il­a á veg­um hins op­in­ber­a og greidd­ar voru bæt­ur til fjöld­a ein­stak­ling­a sem þar höfð­u hlot­ið bága með­ferð. Það skipt­i hlut­að­eig­and­i máli að á þá væri hlust­að.

Það skipt­ir nefn­i­leg­a máli að fá við­ur­kenn­ing­u á að á sér hafi ver­ið brot­ið. Það skipt­ir máli að erf­ið mál séu gerð upp og það skipt­ir máli að fá af­sök­un­ar­beiðn­i.
Það breyt­ir ekki orðn­um hlut en það breyt­ir nú­tíð og það breyt­ir fram­tíð.