Það er mikil­vægt fyrir þá sem hafa nóg að gera í nú­tímanum að skipu­leggja hvíld. Eins þarf að skipu­leggja ráð­rými til þess að nálgast innri sköpunar­gáfu sem er tengd sjálfum lífs­kraftinum. Fyrir suma virðist sköpunin streyma fram fyrir­hafnar lítið. Samt sem áður þá vill svo til að í­trekað missir fólk til­finninguna fyrir sér sjálfu. Hvernig getur staðið á því, fyrst við erum við sjálf? Auð­vitað er bent á á­reitið í nú­tímanum: Kröfur efna­hags­lífsins, nauð­syn hreyfingar, neyslu­hyggjuna og svo mætti lengi telja.

Í tengslum við aðra menn

Manneskjan er marg­slungin, svo sem al­heimur í sjálfri sér og eins og Desmond Tutu benti á þá er manneskja ekki manneskja nema í tengslum við aðra menn. Þá var hann að benda á að við erum til í sam­hengi, komin af mönnum og lifum í mannanna sam­fé­lagi. Manneskjan nýtur sín að­eins í sam­böndum og lifir ein­göngu af í sam­böndum. Það þýðir ekki að við getum ekki verið ein, frekar að við sem verur í al­heiminum erum sam­bands­verur.

Er það hins vegar alveg víst að við höfum tekið tímann til að taka eftir því hvort við erum sam­mála þessum hug­myndum og skoðunum og hvað okkur finnst um þær svona í raun og veru? Ef við gáum vel að getum við tekið eftir því að við höldum á­kveðnum skoðunum fram í sam­tali eða gagn­vart okkur sjálfum meira svo sem eins og af gömlum vana en djúpri sann­færingu. Jafn­vel þó við gerum það í miklum sann­færingar­ham.

Hver mótar okkur?

Það getur verið að við höfum tekið við ein­hverjum skoðunum úr skóla­kerfinu. Áður fyrr héldu því miður sumir sem ekki voru vit­lausir að þeir væru heimskir af því að þeim hafði alltaf þótt það gefið til kynna í skóla­kerfinu beint og ó­beint af því að þeir voru til dæmis að glíma við les­blindu og lítill skilningur var fyrir hendi.

Getur verið að þú hafir tekið við skoðunum þínum í skóla­kerfinu eða frá for­eldrum þínum eða syst­kinum? Kannski nánum vinum? Og hafir ekki enn þá hugsað út í hvað þér raun­veru­lega finnst?

Hvað finnst þér?

Ef sjálfs­mynd þín er á ein­hvern hátt brostin þá getur verið að það sé meðal annars vegna þess að þú hefur með­tekið skoðanir sem hafa verið settar fram sem reynast þér illa. Þær hafa ekki endi­lega verið ætlaðar til ills af þeim sem töluðu til þín á sínum tíma en hafa haft þessi á­hrif engu að síður. Hefurðu ein­hvern tíma hlustað á tón­list af því að hún var sú tón­list sem að var með­tekin af fólkinu í kringum þig frekar en af því að þú kynnir við hana á eigin for­sendum; svona jafn­vel alveg ó­vart eins og að þú hafir yfir­tekið vana annarra?

Þessi pistill fjallar ekki um með­virkni. Hann getur átt við fólk sem á gott með að setja mörk og hefur verið blessunar­lega laust við stjórn­semi. Pistillinn fjallar um at­hyglina, vitundina sjálfa: Hverju tekurðu eftir sem þú hefur ekki verið að taka eftir hingað til? Og af hverju er það skemmti­legt fyrir þig?

Fjöl­miðlar

Það er líka hægt að með­taka skoðanir eða hug­myndir úr bókum og fjöl­miðlum ýmiss konar. Ef til vill voru þessar hug­myndir og skoðanir hand­hægar og gagn­legar fyrir okkur á sínum tíma. En það er langt frá því víst að við séum sam­mála þeim núna. Aðrar þeirra eru okkur kærar og við viljum jafn­vel berjast fyrir þeim.

Ert þú skoðanir þínar?

Skoðanir þurfa alls ekki að vera slæmar, þær geta verið mjög góðar. En þær eru ekki bein­línis við sjálf. Það erum við sem höfum hug­myndir og skoðanir.

Sjálfs­mótun

Líttu svo á að hér með sé búið að hvetja þig til þess að taka eftir skoðunum þínum. Þá geturðu haft gaman af því að spá í hvort þú getur munað eftir því hvaðan þær koma, hvernig þú myndaðir þær með þér og eins hvort þú sért sam­mála þeim eða ekki. Ég hef hugsað það mikið um þetta sjálfur að ég hef nú stefnt tveimur er­lendum sér­fræðingum hingað til lands sem hafa á­huga á því hvernig við­horf okkar gagn­vart okkur sjálfum og því sem við fáumst við gera okkur gott eða verða til hindrunar. Fáist næg þátt­taka verðum við með ráð­stefnu saman í Kríu­nesi í febrúar­lok.

Mary Colleran er með­ferðar­aðili sem starfar á Ír­landi og hefur að­stoðað fjölda fólks við að breyta við­horfum sínum til batnaðar. Melani­e Allen hefur haft mikinn á­huga á því hvernig þær mynd­líkingar sem við notum og frá­sagnir okkar í dag­legu lífi móta okkur. Þær hafa báðar bent á það að oft virðist næstum eins og að fólk hafi þjáðst að ó­þörfu þegar lausnin verður til með því. Allt í einu rofar til og nýtt svig­rúm skapast í veru­leikanum. Ætla ég mér að fylgjast með starfi þeirra og halda á­fram að læra af þeim á næstu árum. Við getum nefni­lega öll lært eitt­hvað og það sem við lærum breytir því bæði hvaða augum við getum litið okkur sjálf og því hvernig aðrir geta metið okkur. Ekki dæma þig eða aðra of hart.