Ég borg­að­i einu sinn­i 220.000 krón­ur fyr­ir pits­u. Eða þann­ig túlk­a ég það all­a­veg­a. Við hjón­in eig­um senn brúð­kaups­af­mæl­i. Við mun­um hald­a í hefð­in­a, gleym­a tím­a­mót­un­um og upp­götv­a nokkr­um dög­um síð­ar að dag­ur­inn er lið­inn. Það var þó eitt árið að eig­in­mað­ur­inn sat við tölv­un­a og rak ó­vart aug­un í dag­a­tal­ið á dag­inn sjálf­an. Hel­tek­inn af róm­ant­ík send­i hann mér brúð­kaups­af­mæl­is­gjöf í tölv­u­póst­i. Gjöf­in var 0,1 Bitc­o­in.

Rit­höf­und­ar eru sjald­an sak­að­ir um að fara vel með pen­ing­a. Ég reyn­i á­vallt að stand­a und­ir vænt­ing­um og var því fljót að eyða raf­mynt­inn­i. Með­al ann­ars greidd­i ég fyr­ir pits­u og hvít­lauks­brauð með Bitc­o­in þar sem ég slæpt­ist í Ber­lín. Hefð­i ég hins veg­ar leg­ið á 0,0464 Bitc­o­in­un­um sem skynd­i­bit­inn kost­að­i væri ég 220.000 krón­um rík­ar­i í dag.

En ekki er allt gull sem gló­ir. Verð­ið á Bitc­o­in hrund­i í síð­ust­u viku þeg­ar Elon Musk, for­stjór­i raf­bíl­a­fram­leið­and­ans Tesl­a, sagð­i fyr­ir­tæk­ið ætla að hætt­a að taka við greiðsl­um í Bitc­o­in vegn­a þess hvers­u ork­u­frek raf­mynt­in er. Mynt­in sem verð­ur til við flókn­a stærð­fræð­i­út­reikn­ing­a í sér­hæfð­um gagn­a­ver­um um heim all­an, not­ar jafn­mikl­a orku til að við­hald­a sjálfr­i sér og með­al­stórt Evróp­u­rík­i. Tal­ið er að ork­u­þörf Bitc­o­in, sem eykst stöð­ugt, sé nú kom­in upp í 133,68 ter­aw­att­stund­ir á ári, sem er meir­i ork­u­notk­un en öll raf­magns­notk­un í Sví­þjóð árið 2020.

Árið 2013, þeg­ar mér á­skotn­að­ist 0,1 Bitc­o­in, var raf­mynt­in lít­ið ann­að en tölv­u­kóð­i sem tækn­i­nörd­ar dáð­ust að, klink sem þeir gróf­u eft­ir í borð­tölv­unn­i sinn­i heim­a í kjall­ar­an­um hjá mömm­u. En á nokkr­um árum varð gott nörd­a­grín að sót­svört­um iðn­að­i, sem skil­ur eft­ir sig jafn­stórt kol­efn­is­spor á hverj­u ári og stór­borg­in Lond­on. Hvað gerð­ist?

Flest vit­um við að sum­ar­frí­ið okk­ar til Spán­ar skil­ur eft­ir sig kol­efn­is­spor. Flest erum við með­vit­uð um að versl­un­ar­leið­ang­ur­inn í Kringl­un­a hef­ur víð­tæk um­hverf­is­á­hrif. En viss­ir þú að hám­gláp­ið á Net­flix í gær­kvöld­i bræð­ir Græn­lands­jök­ul? Viss­ir þú að sjálf­an sem þú sett­ir af þér á Fac­e­bo­ok að baða þig í Sky Lag­o­on veld­ur skóg­ar­eld­um?

Tal­ið er að int­er­net­ið og tæk­in sem við not­um til að vafr­a um það beri á­byrgð á 3,7% af þeim gróð­ur­hús­a­loft­teg­und­um sem los­uð eru á ári hverj­u í heim­in­um. Kol­efn­is­spor­ið er jafn­stórt og spor alls flug­iðn­að­ar­ins.

Tal­ið er að los­un vegn­a int­er­nets­ins hafi tvö­fald­ast árið 2025.

Kol­efn­is­spor eins tölv­u­pósts er 4g af kol­tví­sýr­ings­jafn­gild­i (CO2e), 50g ef stórt við­heng­i fylg­ir. Með­al starfs­mað­ur á skrif­stof­u fær 121 tölv­u­póst á dag. Á einu ári er á­ætl­að að kol­efn­is­spor inn­hólfs með­al­starfs­manns sé 0,6 tonn af CO2e. Kol­efn­is­spor með­al­í­bú­a Ind­lands er 1,5 tonn af CO2e. Fót­spor inn­hólfs þriggj­a skrif­stof­u­mann­a er stærr­a en fót­spor­ið sem hlýst af öllu at­hæf­i einn­ar mann­eskju á Ind­land­i.

SMS-skil­a­boð eru um­hverf­is­vænn kost­ur. Kol­efn­is­spor SMS skil­a­boð­a er 0,014g af CO2e. Kol­efn­is­spor Twitt­er færsl­u er 0,2g af CO2e. Skil­a­boð á What­sApp og á Fac­e­bo­ok Mess­en­ger eru tal­in vald­a fót­spor­i á stærð við tölv­u­póst.

Skað­i skil­a­boð­a blikn­ar þó í sam­an­burð­i við skað­ann sem net­spil­un tölv­u­leikj­a, streym­is­veit­ur og skýj­a­geymsl­ur vald­a. Tal­ið er að um­hverf­is­skað­inn sem hlýst af því að hlað­a nið­ur tölv­u­leik af net­in­u sé meir­i en að kaup­a hann á disk­i úti í búð. Rann­sókn sýn­ir að um­hverf­is­á­hrif tón­list­ar­iðn­að­ar­ins hafa aldr­ei ver­ið meir­i.

Kol­efn­is­spor int­er­nets­ins kann að virð­ast lít­ið í sam­an­burð­i við sam­göng­ur, upp­hit­un húsa og mat­væl­a­fram­leiðsl­u. En ef við hug­um ekki að gagn­a­magn­in­u læð­ist aft­an að okk­ur næst­a Bitc­o­in. Það er að­eins ein teg­und af gagn­a­magn­i sem við vilj­um að nái hæst­u hæð­um: Daði og Gagn­a­magn­ið, gang­i ykk­ur vel í kvöld.