Á síðustu árum hefur lýð­ræði og borgara­vitund víða um heim staðið höllum fæti. The Economist greindi frá því á dögunum að á síðasta ári hefði staða lýð­ræðis versnað í 70 prósent ríkja. Þarna kemur einnig fram að einungis rúm 8 prósent jarðar­búa búa í al­gjöru lýð­ræði (e. full democra­cy). Þessar tölur eru sláandi og illt til þess að vita að þessi veika staða lýð­ræðis fari enn versnandi í CO­VID-19 far­aldrinum.
Eitt skil­virkasta valda­tæki ein­ræðis­herra er að halda fólkinu fá­vísu og mata það á röngum upp­lýsingum. Saka and­stæðinga sína um lygar og undir­ferli að til­hæfu­lausu en ljúga og setja fram stað­hæfingar sem enga skoðun standast. Þessa til­hneigingu sá heims­byggðin hjá Hitler, Stalín og í Suður-Afríku að­skilnaðar­stefnunnar. Í dag beita leið­togar eins og Lúkas­hen­ko, Pútín og síðast en ekki síst Trump í Banda­ríkjunum slíkum að­ferðum til að ná völdum og halda þeim. Í Evrópu höfum við því miður einnig verið að sjá aukna til­hneigingu í þessa átt hjá Victori Or­ban í Ung­verja­landi. Dæmin eru ó­teljandi en öll bera þau að sama brunni. Til að veikja lýð­ræði er dregið úr menntun og röngum stað­hæfingum haldið að fólki. Stað­hæfingum sem skyndi­lega verða að viður­kenndri skoðun, með jafnt vægi á við stað­reyndir og má í því sam­hengi nefna aukinn fjölda þeirra sem halda því fram að jörðin sé flöt.

Sögu­lega hefur menntun skipað mjög stóran sess við lýð­ræðis­mótun og virkjun borgara­vitundar. Um leið höfðu lýð­ræðis­hreyfingar á­hrif á stofnanir full­orðins­fræðsl­unnar, enda eru mörg sam­tök um full­orðins­fræðslu sprottin úr jarð­vegi bar­áttu­hreyfinga um mann­réttindi. Full­orðins­fræðslan hefur skapað vett­vang fyrir gagn­rýna og opna um­ræðu þar sem fólk kemur saman, lærir um sig og aðra, eykur víð­sýni og byggir upp mennsku sína. Góð menntun al­mennings er því grund­völlur lýð­ræðis og gagn­rýnin hugsun er grund­völlur góðrar menntunar. Þess vegna ráðast valda­sjúk öfl fyrst á mögu­leika okkar til að þróa með okkur gagn­rýna hugsun og letja okkur til lýð­ræðs­legrar þátt­töku með á­herslu á gagn­rýni­lausa foringja­dýrkun. Aukin staf­ræn væðing og að­gengi að upp­lýsingum hefur greitt götu slíkra aðila á síðustu árum. Í auknum mæli koma al­gor­yt­hmar og of­hlæði upp­lýsinga í veg fyrir að ein­staklingar heyri sjónar­mið sem eru and­stæð þeirra eigin sjónar­miðum. Þar með minnkar hæfni þeirra til þess að meta á­reiðan­leika og gildi eigin skoðana. Þessi ein­hæfni upp­lýsinga styrkir fólk í rang­færslum, dregur úr um­burðar­lyndi og víð­sýni og leiðir til þess að sam­særis­kenningar blómstra.
Full­orðins­fræðsla er tækið til að þróa gagn­rýna hugsun og vald­eflingu, þróa líf­legt og hvetjandi sam­fé­lag sem og þekkingu og verk­kunn­áttu. Full­orðins­fræðslan á Ís­landi hefur tök á að verða mjög öflugur vett­vangur fyrir ræktun gagn­rýninnar hugsunar, borgara­vitundar og eflingu lýð­ræðis hér á landi. Net sí­menntunar­mið­stöðva og full­orðins­fræðslu­stofnana um allt land vinna mjög mikil­vægt sam­fé­lags­legt starf. Hjá Fræðslu­mið­stöð at­vinnu­lífsins liggja t.a.m. vottaðar nám­skrár sem er ætlað að efla grunn­hæfni ein­stak­linga, gagn­rýna hugsun og styrkja fólk til að lifa og starfa í lýð­ræðis­legu þjóð­fé­lagi. Má þar nefna nám­skrár eins og Sterkari starfs­mann, Grunn­mennt, Stökk­pall og Ís­lenska menningu og sam­fé­lag. Til við­bótar þessu eru alls konar nám­skeið í boði hjá sí­menntunar­deildum há­skólanna og einka­reknum fræðslu­aðilum um allt land sem stuðla að vexti ein­stak­linga og þar með betra sam­fé­lagi.

Leikn, sam­tök full­orðins­fræðslu­aðila á Ís­landi, tekur undir orð Evrópu­sam­taka full­orðins­fræðslunnar (EAEA) og telur að lýð­ræði, sam­tal milli menningar­heima, sam­fé­lags­legt rétt­læti og sam­vinna séu lykillinn að sam­fé­lagi þar sem virðing, þátt­taka og sam­heldni ríkir. Við þurfum full­orðins­fræðslu til að endur­spegla sam­fé­lags­að­stæður og á­skoranir, til þess að læra af fyrir­ferðar­miklum mál­efnum svo sem aukinni rót­tækni, fólks­flutningum og vaxandi sam­fé­lags­legum ó­jöfnuði. Þessi mál­efni hafa sýnt að efla þarf lýð­ræðis­leg við­horf, um­burðar­lyndi og virðingu. Það gerir full­orðins­fræðslan með því að efla á­byrgðar­til­finningu og þá til­finningu að til­heyra lýð­ræðis­legri hefð.

Að þessu sögðu viljum við hjá Leikn beina orðum okkar til stjórn­valda. Ís­land hefur átt því láni að fagna að hér á landi er öflugt full­orðins­fræðslu­kerfi sem að mörgu leyti hefur verið van­nýtt til verka. Við sem þjóð verðum að minna okkur á það hversu dýr­mætt og brot­hætt lýð­ræðið er. Að mörgu leyti má segja að upp­spretta lýð­ræðisins liggi í full­orðins­fræðslu þess tíma og því má draga þá á­lyktun að við­hald lýð­ræðisins liggi í full­orðins­fræðslu þessa tíma.

Höfundur er formaður Leiknar, samtaka aðila í fullorðinsfræðslu