Undan­farin misseri höfum við séð góða á­vöxtun hluta­bréfa og mikinn vöxt meðal al­mennings í fjár­festingum. Það er fagnaðar­efni enda ættu fjár­festingar að vera hluti af fjár­málum okkar allra. Einn far­sælasti fjár­festir síðari tíma, War­ren Buf­fet, og einn ríkasti maður í heimi, er reglu­lega spurður út í fjár­festingar og hvað beri að varast í þeim efnum.

Buf­fet hefur sagt að gott sé að vera með­vitaður um á­kveðið ferli þegar kemur að fjár­festingum. Ferli sem skýrir hvernig góðar hug­myndir um fjár­festingar verða slæmar. Sjálfur hefur Buf­fet lýst þessu á ensku sem hinum þremur I-um (the Three I‘s) og vísar í þrjú hug­tök sem öll byrja á I. In­novator, Immi­tador og Idiot sem heim­fært á ís­lensku gæti verið, frum­kvöðull, hermi­kráka og bjáni.

Þannig eru frum­kvöðlarnir fyrstir til að fjár­festa, sjá tæki­færin sem aðrir sjá ekki og efnast oft vel. Á eftir þeim koma hermi­krákurnar sem gera það sama og frum­kvöðlarnir og efnast einnig. Síðastir koma svo bjánarnir sem eru reknir á­fram af græðgi og von um að þeir muni græða rétt eins og þeir sem á undan komu, sann­færðir um að veislan endi aldrei.

Á­skorunin sem við stöndum því frammi fyrir þegar við erum að fjár­festa er að reyna að sjá hvar í ferlinu við erum stödd. Ein þumal­putta­regla er að þegar frændi þinn sem aldrei hefur fjár­fest á ævinni fer að segja þér frá ofsa­gróða hluta­bréfa­við­skipta í fermingar­veislu, þá er næsta víst að það er orðinn góður tími til að selja hluta­bréfin þín. Þú getur svo keypt hluta­bréfin aftur þegar verðið hefur hrunið og um leið ertu orðinn frum­kvöðull í fjár­festingum. Svona getur þú endur­tekið leikinn og á endanum dáið sem rík manneskja.