Skoðun

Frjáls viðskipti í Vesturálmunni

Ég man að mér fannst hann ansi lítilfjörlegur, salurinn í Hvíta húsinu sem við sjáum svo oft í sjónvarpinu. Reyndar var þetta sviðsmynd í kvikmyndaveri en ekki heimavöllur Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa forseta Bandaríkjanna, en hann átti víst að vera nær nákvæm eftirlíking.

Þegar ég átti leið hjá sat Josiah Bartlet í forsetastólnum. Ekki dugði minni leikari en Martin Sheen til að leika þennan merkilega mann í þáttunum um Vesturálmuna og til að auka vigt hans og hæfni í forsetastólnum ákvað höfundurinn Aaron Sorkin að forsetinn skyldi vera Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

Núverandi forseti fengi slík verðlaun seint. Nú er allt kapp lagt á tollastríð við vinaþjóðir og að verja innlend störf og innlenda framleiðslu. Efast er um ávinning af frjálsum viðskiptum og svokallaður viðskiptahalli við einstaka lönd er talinn merki um ósanngirni sem þarf að leiðrétta.

Forsetinn hefði gott af því að kynna sér málflutning Bartlets þegar frjáls milliríkjaviðskipti bar á góma í þáttunum. Hann nefndi þá skapandi eyðileggingu sem Schumpeter vísar í og sagði allar efnahagslegar framfarir sem einhverju skipta hafa slíkt í för með sér. Slíkar framfarir séu óstöðvandi rétt eins og tæknin og það sé tilgangslaust að berjast gegn þeim. En Bartlet er ekki forseti og tilfinningar virðast ráða meiru en hagfræði þessa dagana.

Við skulum vona að fljótlega verði horfið af þessari braut því við töpum öll á henni. Á meðan við fussum og sveium yfir verndartollum og viðskiptastríðum nágranna okkar, gæti það verið tilefni til að við lítum okkur nær, sýnum gott fordæmi og opnum okkur enn frekar fyrir alþjóðlegum viðskiptum?

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Sprengju kastað
Þorsteinn Sæmundsson

Skoðun

Bara misskilningur um aldursgreiningar?
Jóna Þórey Pétursdóttir

Skoðun

Öldrunar­þjónustan á Ís­landi - brettum upp ermar!
Þórhildur Kristinsdóttir, Baldur Helgi Ingvason og Guðlaug Þórsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Að brjóta af sér
Heiðar Guðjónsson

Úlfur, úlfur
Hörður Ægisson

Kappið og fegurðin
Þórlindur Kjartansson

Tölvukunnátta
María Rún Bjarnadóttir

Kæra Út­lendinga­stofnun
Elísabet Brynjarsdóttir

Einkaveröldin
Kolbrún Bergþórsdóttir

Auglýsing