Í stjórnar­­skránni segir að allir sem dveljast lög­­lega í landinu séu frjálsir ferða sinna og ráði bú­­setu sinni. Þeim sé frjálst að stunda þá at­vinnu sem þeir kjósa og eigi rétt á að safnast saman vopn­lausir. Þetta má ekki lengur.

Fæst okkar hafa áður reynt á eigin skinni sam­bæri­­lega skerðingu á þessum og öðrum grund­vallar­réttindum sem við veltum svo sjaldan fyrir okkur í hvers­­deginum. Við búum við skert per­­sónu­­legt frelsi í bók­staf­­legri merkingu, við megum ekki snertast og ekki deila rými saman nema í mjög litlum hópi. Við megum ekki fjöl­­menna á Austur­velli og megum ekki reka „ó­­nauð­­syn­­lega“ búð. Prófessor má eiga von á að vera fluttur á skúringa­­deild, reyndar á ó­­skertum prófessors­­launum en ekki strípuðum Eflingar­­taxta.

Fæst okkar hafa heldur upp­­lifað og fundið annan eins sam­taka­mátt meðal ís­­lensku þjóðarinnar, bestu þjóðar­á­taks­­þjóð í heimi, sem veitir þegjandi og hljóða­­laust sam­þykki fyrir tíma­bundinni röskun á þessum stjórnar­­skrár­bundnu réttindum.

Víða um heim þurfa ein­staklingar að sæta enn frekari frelsis­skerðingum og þjóðar­­leið­­togar valda hlut­­verki sínu vægast sagt mis­vel í þessum þrengingum. Ólík við­­brögð stjórn­valda sýna hve mikil­­væga á­­kvörðun kjós­endur taka í kjör­­klefanum þegar þau velja fólk og flokka til að stýra ríkjum, borgum og bæjum. Það er sannar­­lega okkar lán að hafa þrátt fyrir allt ekki kosið full­kom­­lega van­hæfa fá­bjána til að stýra landinu þetta kjör­­tíma­bil, þótt við höfum auð­vitað ýmsar skoðanir á því hvort aðrir flokkar ættu frekar að sitja í ríkis­­stjórn. Við hömstrum klósett­­pappír og þurr­­ger en ekki byssu­­kúlur og drykkjarklór.

Við hömstrum klósett­­pappír og þurr­­ger en ekki byssu­­kúlur og drykkjarklór.

Stærsta á­byrgðar­hlut­­verk stjórn­valda, sem þurfa að skerða grund­vallar­réttindi tíma­bundið, er að gleyma því ekki eina mínútu að það er ein­mitt það sem þau eru að gera. Gleymist það, missa þau trúnað fólksins og friðurinn er úti.

Grund­­völlur sam­taka­máttar þjóðar sem gengst möglunar­­laust undir for­­dæma­­lausa frelsis­skerðingu og ein­angrun byggir á alveg sér­­stakri tegund trausts til stjórn­valda. Það traust þurfa þau að á­vinna sér og við­halda á hverjum degi sem á­standið varir – og vonandi halda því á­­fram ef því lýkur ein­hvern tímann.

Því þótt stuðningur við ríkis­­stjórnina hafi aukist um fjór­tán prósent milli mánaða styður hana enn að­eins rúmur helmingur lands­manna. Sum okkar treysta af því við getum hrein­­lega ekki annað. Við sitjum saman í bátnum. Far­­sótt geisar og það eru sam­eigin­­legir hags­munir okkar allra að halda friðinn á meðan þetta gengur yfir.

Þetta ættum við sjálf að hafa á bak við eyrað þegar við hneykslumst á konunni fyrir aftan okkur í röðinni í Bónus fyrir að vaða inn í okkar glæ­nýja tveggja metra einka­­rými. Hún hefur búið í frjálsu lýð­ræðis­­ríki alla sína ævi. Ekki skamma hana fyrir að gleyma því augna­blik að hún hefur verið svipt per­­sónu­­frelsi sem hún hefur alla tíð talið til sjálf­­sagðra mann­réttinda. Ekki klaga hana fyrir dóms­valdi sam­­fé­lags­­miðlanna eða siga lög­­reglunni á hana. Hlökkum frekar til þegar við megum aftur gera það sem okkur sýnist.