Nú þegar styttist í setningu Hin­segin daga verður mér hugsað hvað það sé yndis­legt að búa í landi þar sem bar­áttan hefur náð langt, þar sem við njótum frelsis, frelsis til at­hafna, frelsis til stjórn­mála­þátt­töku, frelsis til að vera við sjálf. En það var ekki alltaf þannig. Tak­markanir vegna Co­vid minna okkur á hvað frelsið getur verið við­kvæmt. Stóri munurinn á flokkum í ís­lenskum stjórn­málum er í dag ekki milli hægri og vinstri, heldur ein­mitt þarna. Breytinga eða í­halds. Sumir myndu jafn­vel segja að þetta sé munurinn á von og ótta. En þetta er flóknara en svo.

Þróun mann­legs sam­fé­lags fylgir vissum takti, stór­stígar fram­farir og breytingar í ein­hvern tíma, en svo fylgir tíma­bil að­lögunar og í­halds­semi, jafn­vel ein­hverrar aftur­farar. Þetta gildir jafnt um tækni og sam­fé­lags­legar breytingar. Að­lögunar­tíma­bilið er ekki síður mikil­vægt. Við venjumst breytingunum, út­færum þær á nýjan hátt. Svo þegar breytingarnar eru orðnar við­teknar styttist í næstu byltingu, krafan um aðrar breytingar fer að krauma.

Einu sinni var markaðs­hag­kerfi ný hug­mynd og þau sem börðust fyrir því, gegn konungum og al­ræði, voru um­breytinga­megin. Nú þegar það er orðið við­tekið eru þau frekar í­halds­megin, nema það sé eitt­hvað annað sem þau vilja breyta. Þannig hefur þetta í raun alltaf verið stóri munurinn í stjórn­málum. Það er bara mis­jafnt hverju þarf að breyta.

Það er orðið nokkuð síðan við tókum síðast rót­tækt fram­fara­skref, og krafan um næsta skref liggur í loftinu. Fólk vill breytingar. Breytingar á eignar­haldi kvóta, breytingar á stjórnar­skrá, breytingar á stöðu í Ís­lands í al­þjóða­sam­starfi, breytingar á með­ferð aldraðra, ör­yrkja og flótta­fólks, breytingar á inn­múraðri spillingu og sér­hags­munum. Þessi krafa hefur gerjast um nokkurt skeið og kristallast í kröfunni um breytingar á stjórnar­skrá.

Núna í haust höfum við aftur tæki­færi til að velja. Það snýst í grunninn um þessa ein­földu spurningu. Breytingar, eða ekki breytingar?

Ég kýs breytingar.