Há­skóli Ís­lands hefur tekið höndum saman með Sam­tökum at­vinnu­lífsins, hinu opin­bera og sveitar­fé­lögunum um að stór­efla starfs­þjálfun við skólann. Á­kvörðun um þetta var hand­söluð ný­lega.

Við í há­skóla­sam­fé­laginu erum vel með­vituð um að þau verk­efni sem bíða nem­enda okkar að braut­skráningu lokinni taka stöðugum breytingum. Ekki er í boði að festast í gömlum hjól­förum og undir­búa mann­auð fram­tíðar fyrir verk­efni for­tíðar. Sí­felld þróun tækni, sam­fé­lags og þekkingar sér til þess að við þurfum alltaf að vera á tánum og svara jafn­óðum marg­vís­legum og sí­breyti­legum þörfum at­vinnu­lífs og sam­fé­lags.

Þetta er ein af á­stæðum þess að afar mikil­vægt er að til staðar sé virkt sam­tal milli Há­skóla Ís­lands og at­vinnu­lífs um þarfir þeirra beggja. Þannig getum við best tryggt að námið okkar sé á­vallt í stakk búið til að laga sig að sí­breyti­legu um­hverfi.

Átak okkar um stór­eflingu starfs­náms er af­rakstur þessa sam­tals.

Við ætlum að vinna í sam­einingu að því að nem­endum við Há­skóla Ís­lands muni standa til boða fleiri og fjöl­breyttari tæki­færi en áður til að kynnast hag­nýtum störfum sem tengjast verk­efnum þeirra og við­fangs­efnum í náminu.

Nem­endum við Há­skóla Ís­lands eru með þessu verk­efni gefin fleiri tæki­færi til að vera virkir þátt­tak­endur í eigin þekkingar­sköpun, taka á­byrgð og sýna náminu skuld­bindingu.

Fyrir þau fyrir­tæki sem taka þátt er þetta einnig gott tæki­færi til að kynnast og komast í snertingu við fram­tíðar­mann­auð og tengja verk­efni og lausnir starf­semi sinnar við nýjustu vendingar í fræðunum.

Okkar sýn er að með þessu verði nem­endur við Há­skóla Ís­lands enn betur undir­búnir til að takast á við fjöl­breytt og krefjandi verk­efni sem bíða að námi loknu, og enn lík­legri til að ná árangri á þeirri veg­ferð sem þeirra bíður.