Frá degi til dags

Frá degi til dags: Veira í kastljósi

Veira í kastljósi

Mislingar, sem haldið hefur verið í skefjum með bólusetningum í áratugi, gera nú óþægilega vart við sig víða um lönd. Líka á Íslandi. Þótt enn sé kannski ekki ástæða til þess að fara á taugum býr bráðsmitandi vá í lofti og þá væri nú ákjósanlegt að sem flestir, allir reyndar, væru bólusettir gegn óværunni. Kastljós gærkvöldsins var lagt undir mislingaógnina þar sem Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við tvo sérfræðinga í þessum vágesti sem vitleysingar sem amast við bólusetningum hafa boðið velkominn inn í 21. öldina á Íslandi.

Heiðarlegt kvef

Á meðan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Magnús Karl Magnússon prófessor greindu vandann reyndi Sigríður Hagalín að halda aftur af stjórnlausum hósta. Ekkert alvarlegt sem betur fer en óneitanlega gaf hóstakjöltrið umræðunni óþægilega dramatískan blæ. Enda sá hún ástæðu til þess að taka sérstaklega fram í lok þáttarins að hún væri ekki með mislinga heldur bara með „heiðarlegt kvef“. Gott og blessað ef við værum ekki aftur að nálgast byrjunarreit þar sem einmitt heiðarlegt kvef var og er bókstaflega upphaf allra heims­pesta. Læknarnir héldu þó ró sinni og væntanlega áhorfendur líka, vitandi af Sigríði í góðum höndum sérfræðinga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing