Frá degi til dags

Frá degi til dags: Toxóplasmi

Toxóplasmi

„Fjölsóttur fundur“ Íslendinga á Kanaríeyjum um helgina samþykkti áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um að fresta áformum um slökun á banni við innflutningi á hráum kjötvörum, ógerilsneiddri mjólk og hráum eggjum frá ríkjum ESB. Líklegt verður að telja að einhverjir fundarmenn hafi snætt evrópskt kjötmeti meðan á dvöl þeirra við Afríkustrendur stóð. Fyrir fáum árum benti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá formaður Framsóknarflokksins, á að erlent kjöt innihéldi oft toxóplasma og að rannsakað væri hvort veiran „kynni að breyta hegðun heilu þjóðanna“. Áskorun fundarmanna verður að sjálfsögðu að skoða í þessu samhengi.

Beikon

Kjötmálið hefur verið talsvert til umræðu frá því það var kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Líkt og búast mátti við eru skiptar skoðanir á því að brugðist sé við niðurstöðum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar með þessu móti. Hluti vill taka skrefið í hina áttina og helst loka alfarið á það að erlendar dýraafurðir séu fluttar hingað til lands. Það er svo sem gott og blessað að hafa þá skoðun. Hins vegar virðist sem sá hópur hafi ekki tekið mögulegan skort á beikoni með í reikninginn og þær afleiðingar sem hann hefði á andlega heilsu landsmanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing