Við notum orðið þjóðargersemi um manneskjur sem auðgað hafa samfélagið og öllum þykir vænt um. Á tímamótum sjást hverjir þessir einstaklingar eru, til dæmis Raggi Bjarna og Rósa Ingólfs sem kvöddu fyrir skemmstu. Fólk sem gerði ekki annað en að skemmta þjóðinni, en skemmtun er vanmetin. Nú er að koma skýrt fram að Helgi Björns er þjóðargersemi. En hann hefur troðið upp í sjónvarpinu á laugardagskvöldum á meðan á COVID-fárinu stendur. Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð, landinn stendur upp og hristir sig fyrir framan imbann, syngur með og sendir góðar kveðjur með tístum. Smá gleði á þessum óvissutímum. Já, skemmtun er vanmetin.

Ekki tími fyrir tígrisdýr

Sóttvarnayfirvöld halda áfram að herða ólina og nú er til þess mælst að landinn fái sér ekki tígrisdýr. En samkvæmt amerískum fréttum kom upp tilfelli COVID-19 smitaðs tígurs í New York. Kemur þetta eins og blaut tuska framan í þjóðina, sem nú hámhorfir á þættina Tiger King á Netf lix, og sér tígra fyrir sér sem tilvalin gæludýr. Íslendingar elska tígrisdýr. Sást þetta best þegar tígrisdýrin komu sem lánsdýr í Sædýrasafnið í Hafnarfirði en þá mætti hálf þjóðin til að sjá þessi krútt