Frá degi til dags

Frá degi til dags: Óvinur númer 1

Óvinur númer 1

Samsæriskenningar um að Gunnar Smári Egilsson sé höfundur örlagasinfóníunnar sem helstu verkalýðsleiðtogar spila sem forleik kjarasamninga hafa kraumað um skeið. Björn Ingi Hrafnsson vekur athygli á þessu á vef sínum Viljinn.is og segir Gunnar Smára orðinn óvin ríkisstjórnarinnar nr. 1, ef marka megi storminn kringum hann á samskiptamiðlum með vísan í Hannes Hólmstein Gissurarson sem virðist hafa magnað upp þann storm. Kjarninn í kenningunum virðist þó Hannesi hulinn en hann er að með Sósíalistaflokk og verkalýðshreyfingu í árásarham ætli Gunnar Smári að gera Vinstri grænum stjórnarsamstarfið óbærilegt í von um kosningar þar sem Sósíalistaflokkurinn muni sópa til sín fylgi VG.

Vankaður Hannes

Upplegg Björns Inga er breiðsíðuárásir Hannesar á samfélagsmiðlum sem leggur til á Facebook að keyptur verði flugmiði undir Smára til Venesúela þar sem „þar er nú heldur betur iðkaður sósíalisminn“. Hannes hjó síðan í sama knérunn á Twitter og dró kapítalíska fortíð hins íslenska Hugo Chávez inn í myndina og tísti alveg sleginn hvernig „leigupenni auðjöfranna“ geti skyndilega orðið verkalýðsleiðtogi og sósíalistaforingi? „Beats me.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing