Frá degi til dags

Frá degi til dags: Margt skýtið í kýrhausnum

Margt skrítið í kýrhausnum

Með reglulegu millibili gerist það að stjórnvöld komi manni á óvart. Fyrir hálfu ári hélt Ísland upp á aldarafmæli með rándýrum, nær mannlausum, þingfundi á Þingvöllum. Þingið samþykkti þar meðal annars að gefa Hafrannsóknastofnun nýtt skip. 300 milljónum yrði varið í hönnun þess og 3,2 milljörðum í að smíða það. Jólagjöfin var hins vegar af talsvert öðrum toga því nú skal Hafró skera niður um þrjú hundruð milljónir króna. Eitthvað virðist ekki hafa verið hugsað til enda hérna.

Aftur til fortíðar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var meðal gesta í Silfrinu í gær. Í umræðum um uppáhaldsbragga borgarbúa sagði hún meðal annars að „dómstólar“ gætu ef þörf þætti tekið málið til rannsóknar. Það væri auðvitað nokkuð skrítið ef svo væri enda talsvert síðan slíkt réttarfar var við lýði hér á landi. Það þótti ekki heppilegt fyrirkomulag að rannsóknar- og dómsvald væri á sömu hendi.

Þá mátti einnig brosa örlítið þegar Heiða talaði um framgöngu héraðsskjalastjóra í málinu enda slíkur ekki til.

joli@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing