Frá degi til dags

Frá degi til dags: Málefnalegur varnarsigur

Málefnalegur varnarsigur

Vesturbæingar hafa árum saman kallað eftir úrbótum á Hringbraut vegna hraðaksturs og slysahættu. Þeim var endanlega nóg boðið þegar þar var ekið á stúlku í fyrradag og merkilegt nokk skilaði reiðialdan fjármagni til gagnbrautarvörslu samdægurs. Þar munaði mjög um umræður í hópi Vesturbæinga á Facebook og Gísli Marteinn Baldursson sá ástæðu til þess að hrósa hópnum og þá sérstaklega þeim foreldrum sem fengu í gegn gangbrautarvörsluna. „Virkilega málefnalega að þessu staðið og vel gert!“ skrifaði Gísli.

Hringbrautarvitleysa

Gísli Marteinn var borgarfulltrúi í tíu ár og veit sitthvað um umferðarmál í borginni. Hann segir Hringbrautina „algeran skaðvald“, ekki aðeins vegna slysahættunnar og þeirrar ógnar sem börnum í hverfinu stafi af henni, heldur einnig heilsuspillandi loft- og hljóðmengunar. „Hvort tveggja myndi batna verulega með lækkuðum hraða,“ segir Gísli og leggur áherslu á að hætt verði að skilgreina götuna sem hraðbraut enda „himinhrópandi rugl að við þurfum að óttast um líf okkar og barnanna okkar ef við viljum komast yfir götuna“. Einu lausnina segir hann vera að lækka hraðann á götunni með róttækum aðgerðum. thorarinn@frettabladid.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing