Loksins nýlenduveldi

Við Íslendingar höfum löngum horft til hinna Norðurlandanna og stillt okkur upp með þeim í alþjóðamálum. Við öpum eftir dönsku lagaverki, sænskri velferð og finnskum drykkjusiðum. Nú hefur okkur loksins tekist að koma okkur á sama stall sem nýlenduveldi. Í gegnum Vestur-Indíafélag Danmerkur eignaðist konungur þrjár Jómfrúaeyja í Karíbahafinu á 17. og 18. öld. Á sama tíma eignuðust Svíar eyjarnar Tóbagó, Gvadalúp og Sankti Bartólómeus. Auk þess eignuðust Danir, Norðmenn og Svíar ótal hafnarborgir víða í Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Íslendingar reyndu að eignast sína fyrstu nýlendu í upphafi 20. aldar, Grænland, en hlegið var að þeim kröfum. Núna hlær hins vegar enginn.

Fyrirhyggjusemi

Árið 2017 styrkti útgerðarfélagið Samherji Afstöðu, félag fanga og áhugafólks um betrun, um 600 þúsund krónur. Var það til þess að bæta aðstöðu í líkamsræktarstöð Fangelsisins á Akureyri og festa kaup á tækjum fyrir hana. Formaðurinn, Guðmundur Ingi Þóroddsson, bendir á hversu mikið hyggjuvit stjórnarmenn Samherja hafi sýnt með þessu góðverki sínu og segir það geta verið sniðugt fyrir margan viðskiptamanninn að horfa fram í tímann og styðja félagið.