Hótel mamma, ekki Compton

Áhrifavaldurinn Arnar Malli, eða eitthvað, tókst svo sannarlega að æsa upp ungmenni landsins gegn ritstjóra DV. Fram að þessu hefur DV komist upp með að birta myndir af húsum hjá hinum og þessum. Eiga hin áhrifagjörnu börn, þau sem orðin eru sakhæf, yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi fyrir að grýta heimili ritstjórans. Einungis vegna þess að blaðið afhjúpaði að rapparinn Dr. Möndlumjólk býr hjá mömmu sinni en ekki í Compton.

Skattfé sturtað niður

Hæstiréttur vísaði frá máli Guðmundar Spartakusar á hendur blaðamanninum Atla Má Gylfasyni. Málið hefur vakið mikla athygli enda var frásögn Atla í Stundinni sláandi á sínum tíma. Málið snerist öðru megin um hvort málið kæmi Guðmundi Spartakusi eitthvað við eða ekki, hin hliðin um hvort málið kæmi einhverju öðru við en Guðmundi Spartakusi. Guðmundur Spartakus þarf nú að greiða Atla Má 5,2 millljónir í málskostnað. Upphæðin er hins vegar drýgð af þeim 2,5 milljónum sem skattgreiðendur greiddu Guðmundi Spartakusi þegar stjórnendur RÚV þorðu ekki að taka slaginn með Atla.