„Fullt traust“

Upp er komin sú hugmynd að setja sérstaka stjórn yfir Landspítalann. En það tíðkast á Norrænum sjúkrahúsum svo sem hinu Karólínska í Stokkhólmi. Sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að skoða mætti þessa hugmynd. Engum dylst vandi spítalans, ekki síst hvað bráðadeildina varðar. Hvort fleiri vínarbrauðsætur séu lausnin á vanda spítalans skal ósagt látið en engum dylst þau skilaboð sem felast í þessum orðum Katrínar. Í sömu andrá sagðist hún bera „fullt traust“ til núverandi stjórnenda. Allir sem fylgjast með enska boltanum vita hvað það þýðir þegar eigandi knattspyrnuliðs segist bera „fullt traust“ til knattspyrnustjórans. Og Katrín fylgist vel með enska boltanum.

Leysum Helgu

Fari sem horfir mun úttekt innri endurskoðunar um málefni Sorpu verða opinberuð í dag. Ráðist var í gerð hennar þegar upp komst um milljarða framúrkeyrslu.

Mikil leynd er um innihaldið og því ómögulegt að spá um stærðina á fíaskóinu. Það væri þó sniðugt að drífa sig í að skipa Ríkissáttasemjara til að Helga Jónsdóttir geti tekið við stjórnartaumunum eins og eftir OR-skýrsluna.