Frá degi til dags

Frá degi til dags: Ef það kvakar

Ef það kvakar

Meðferð Seðlabanka Íslands á Samherja hefur verið milli tannanna á fólki undanfarið en bankinn hefur verið brókaður bæði af Hæstarétti og umboðsmanni Alþingis. Samt sem áður hefur seðlabankastjóri ekki enn séð ástæðu til þess að biðjast afsökunar á klúðrinu og hafnar því alfarið að um valdníðslu hafi verið að ræða. Sé málið kannað ofan í kjölinn, í raun nægir meira að segja að skoða eingöngu yfirborðið, bendir ýmislegt til annars. Ef það kvakar eins og önd og flýgur eins og önd, þá er það líklega önd.

Óflokksbundinn

Í dag tekur sæti á Alþingi varaþingmaðurinn Gísli Garðarsson í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar. Sá síðarnefndi er meðlimur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en hinn fyrrnefndi er óflokksbundinn. Sagði hann skilið við flokkinn eftir að hann skreið í ból með Framsókn og Sjöllum. Einhvern tímann hefði þótt áhætta að kalla inn varamann sem slitið hefur sambandi við flokkinn. Að þessu sinni ætti það ekki að koma að sök enda nefndavika fram undan auk þess sem Andrés sjálfur studdi ekki stjórnarsamstarfið og kýs ekki alltaf eftir flokkslínunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing