Það eru fyrir löngu orðin viðurkennd vinnubrögð opinberra stofnana þegar kemur að fjölmiðlum að þegja mál í hel og þykjast ekkert vita. Það er aðeins annað þegar spítali gerir það sama gagnvart sóttvarnalækni í miðjum faraldri. Andrúmsloftið á upplýsingafundi almannavarna var þrungið í gær og fannst það alla leið heim í stofu. Margt spilar þar inn í, enda erfiðir tímar, en dómgreindarleysi spítalans hjálpaði ekki til.

GPS-ólin

Ef laust er margur snjallsímaeigandinn búinn að sækja sér rakningarapp Landlæknis og almannavarna sem kom formlega út í gær. Ef notkun þess heldur áfram í einhverjum félags- eða mannfræðilegum tilgangi eftir að faraldurinn er liðinn hjá mun það setja tilveru okkar í annað ljós. Miðað við samfélagsmiðla eru allir alltaf á faraldsfæti að gera eitthvað rosalega spennandi. Ferðast til framandi staða að upplifa einhver ævintýri. Sannleikurinn er hins vegar sá að eins og þegar GPS-ól er sett á ketti kemur í ljós að f lest hringsólum við í kringum sófann, kíkjum út á sömu tvo staðina áður en við finnumst undir rúmi.