Ábyrgðarflóttinn

Það er kunnuglegt stef að forstjórinn biðst vægðar fyrir fiskverkafólk sitt þótt enginn hafi sakað það um mútur, og hvetji það til að standa með sér gegnum storminn þótt það eigi engra hagsmuna að gæta. Fjölskyldur atvinnurekenda eru dregnar upp úr hattinum sem fórnarlömb fjölmiðlastorms líkt og engar fjölskyldur hafi lifað af fiskveiðum og vinnslu í Namibíu. Ráðherrar benda út fyrir hring stjórnmálanna og í átt að forystumönnum atvinnulífsins sem aftur skýla sér á bak við meint skyldusvindl í Afríku. Ömurlegt klúður en í raun engum að kenna.

PR Prump

Fjölmiðlafár er sérstök grein innan almannatengsla. PR ráðgjafar mæla gjarnan með því fyrir þá sem hafa vonda samvisku að vera grafkyrrir og ósýnilegir þar til storminn lægi en þótt Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi ekki þegið það ráð og skellt sér norður í opinbera heimsókn til Samherja má auðvitað nýta fjölmiðlastorma til góðra verka. Til dæmis má nota þá til að hleypa út minni hneykslismálum og skandölum í þeirri von að enginn taki eftir prumpulyktinni. Vel gert, Skúli!