Skoðun

Flutningur spítalans stóreykur bílaumferð

Umferð er ekki bara einkabílar. Umferð er líka þeir sem labba, hjóla eða taka strætó. Sé litið á umferðina í þessum eðlilega, víða, skilningi er flutningur Landspítalans frá Reykjavík til úthverfa Garðabæjar vond hugmynd.

Þótt sumir hæðist stundum að því að fólk geti komist á spítala öðruvísi en á bíl hefur Landspítalinn engu að síður náð góðum árangri þegar kemur að því að hvetja starfsfólkið til að nota fjölbreyttari samgöngumáta.

Samkvæmt ferðavenjukönnun spítalans frá árinu 2016 fóru 29% starfsmanna oftast gangandi eða hjólandi í vinnuna. Enda má ætla að um 20.000 manns búi í göngufæri við spítalann. Það býr enginn í göngufæri við Vífilsstaði. Hvort halda menn að gangandi eða hjólandi starfsmönnum muni fækka eða fjölga ef við flytjum spítalann þangað?

Samkvæmt sömu könnun tóku yfir 10% starfsmanna Landspítalans oftast strætó í vinnuna. Landspítalinn liggur nú í hjarta leiðakerfis Strætó. Þaðan eru beinar tengingar við flesta kima höfuðborgarsvæðisins. Í dag fer ein leið, leið 21, fram hjá Vífilsstöðum. Hvort halda þeir sem vilja flytja spítalann að þeim fjölgi eða fækki sem nota strætó ef spítalinn verður fluttur austur fyrir Reykjanesbrautina?

Það mætti kannski kalla það aðdáunarverða fórnfýsi sumra framboða í Reykjavík að vilja flytja einn stærsta vinnustað borgarinnar í annað sveitarfélag til að „létta á umferðarálagi“. En staðreyndin er sú að umferðin mun ekki skána við það að spítalinn verði fluttur út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Eina sem gerist er að þúsundir starfsmanna spítalans sem í dag labba, hjóla, eða taka strætó í vinnuna verða neyddir til að fara á bíl.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Meira en nóg
Kolbrún Bergþórsdóttir

Skoðun

Ljótur leikur
Oddný Harðardóttir

Skoðun

Túristabrestur
Guðmundur Steingrímsson

Auglýsing

Nýjast

Týnda stúlkan
Lára G. Sigurðardóttir

Böl Íslendinga
Sif Sigmarsdóttir

Neyðarlending
Kristín Þorsteinsdóttir

Nor­ræn sam­vinna, horn­steinn í al­þjóð­legu sam­starfi
Steingrímur J. Sigfússon

Tvísýn staða
Hörður Ægisson

Norðurlöndin
Sigurður Ingi Jóhannsson

Auglýsing