Auðvitað er Ísland stórasta land í heimi þegar kemur að kenjum náttúrunnar. Aftur og endurtekið getur þetta land elds og ísa boðið upp á flug og gos. Og ekkert annað land í heiminum er í færum til þess að beina alþjóðafluginu til landsins með jafn skýrum hætti og að fljúga fram hjá eldglæringum í sjálfri lendingunni. Heita má að brautarljósin komi upp úr jörðinni. Þar af leiðandi eru jarðeldarnir í göngufæri frá flugstöðinni, aftur og nýbúið, en vörumerki af þessu tagi í ferðaþjónustunni getur bara ekki klikkað.

Fögnuður

Grindvíkingar héldu upp á gærdaginn með kökutertum og öðru kruðeríi, enda ángskotans skjálftahrinan að baki sem haldið hefur fyrir þeim vöku svo sólarhringunum skiptir. Ber nú nýrra við í þeirra lífi með hægfljótandi gosi sem lullar sína leið í Meradölum. En þeir vita líka hvaða afleiðingar það hefur fyrir bæjarlífið. Vart verður sofið fyrir drynjandi þyrluhljóðum yfir bænum næstu vikurnar, jafnvel mánuði, ef ekki ár, en þess utan verður bærinn svo yfirfullur af ferðamönnum, íslenskum og erlendum, að heimamönnum verður fyrirmunað að ferðast um eigin bæ. Voru skjálftarnir þá skárri? n