Þegar við horfum til sam­fé­lags­á­byrgðar fyrir­tækja við á­kvarðanir um hvort rétt sé að fjár­festa í þeim erum við að fylgja stefnu um á­byrgar fjár­festingar. Það þýðir að við tökum mið af um­hverfis­legum þáttum, fé­lags­legum þáttum og stjórnar­háttum fyrir­tækja (UFS-þáttum) með það að mark­miði að draga úr á­hættu og skila sjálf­bærri á­vöxtun til langs tíma. Rann­sóknir hafa sýnt skýrt sam­band á milli góðs árangurs fyrir­tækja í sjálf­bærni­málum og arð­semi í rekstri til lengri tíma.

Á al­þjóða­vísu hefur fjár­festum sem setja sér stefnu um á­byrgar fjár­festingar fjölgað gríðar­lega. Al­þjóða­sam­tökin PRI (e. Princip­les for Responsi­ble Invest­ment) vinna að því að inn­leiða grund­vallar­við­mið um á­byrgar fjár­festingar. Alls eiga nú rúm­lega 3.000 fjár­festar, bankar eða fé­lög aðild að PRI, þar á meðal 12 hér á landi, en í sam­einingu eru aðilar að PRI með eignir upp á 23 trilljónir Banda­ríkja­dala í stýringu.

Hlutur okkar í Lands­bankanum og Lands­bréfum, dóttur­fé­lagi bankans, af þessari risa­stóru köku er ekki stór, þótt hann sé um­tals­verður á ís­lenskan mæli­kvarða. Alls stýrum við, fyrir hönd okkar við­skipta­vina, rúm­lega 600 milljörðum króna. Við settum okkur stefnu í á­byrgum fjár­festingum árið 2013 með hlið­sjón af megin­reglum PRI og ætlum á­fram að vera í farar­broddi hvað á­byrgar fjár­festingar varðar. Starfs­hættir Lands­bankans og Lands­bréfa í á­byrgum fjár­festingum byggja á eftir­farandi að­ferða­fræði:

  • Virkum sam­ræðum við fyrir­tæki
  • Sam­þættingu um­hverfis­mála, fé­lags­legra þátta og stjórnar­hátta við greiningar og fjár­festingar­á­kvarðanirUFS-á­hættu­mati á fjár­festingar­kostum
  • Í undan­tekningar­til­fellum beitum við nei­kvæðri skimun, t.d. úti­lokum sam­starf við til­tekin fyrir­tæki eða at­vinnu­greinar

Sam­starf við Reitun

Hér á landi hefur gengið vel að inn­leiða þessi mikil­vægu vinnu­brögð. Stórt skref var stigið þegar byrjað var að bjóða upp á greiningar á UFS-á­hættu ís­lenskra fyrir­tækja. Lands­bankinn og Lands­bréf hafa á undan­förnum árum byggt upp sam­starf við fyrir­tækið Reitun sem nú hefur lokið greiningu á meiri­hluta inn­lendra eigna í stýringu hjá Lands­bankanum og Lands­bréfum. Varðandi er­lendar fjár­festingar byggjum við að mestu á greiningum frá MSCI og Morning­star.

Nýr fjár­festingar­sjóður

Lands­bréf eru eitt stærsta sjóða- og eigna­stýringar­fyrir­tæki landsins og hlut­verk þess er fyrst og fremst að há­marka á­vöxtun sjóð­fé­laga, miðað við fyrir fram skil­greinda fjár­festingar­stefnu. Sjálf­bærni kemur til skoðunar við allar fjár­festingar­á­kvarðanir hjá Lands­bréfum en með nýjum sjóði, sem mun ein­göngu fjár­festa í fjár­mála­gerningum sem eru gefnir út af aðilum sem skara fram úr á sviði á­byrgra fjár­festinga, leggjum við enn meiri á­herslu á þennan mála­flokk. Sjóðurinn nefnist Eigna­dreifing sjálf­bær. Um er að ræða blandaðan sjóð sem fjár­festir bæði er­lendis og innan­lands. Við á­kvarðanir um fjár­festingar er stuðst við UFS-greiningar og skulu út­gef­endur standast lág­marks­við­mið sjóðsins á sviði sjálf­bærni. Með því að gera slíkar kröfur geta við­skipta­vinir Lands­bankans og Lands­bréfa tekið betur upp­lýstar á­kvarðanir um sjálf­bærni­mál fyrir­tækja og beint fjár­magni í fjár­festingar sem sannar­lega stuðla að sjálf­bærni, án þess að slaka á kröfum um góða á­vöxtun. Nánar má lesa um sjóðinn á vef Lands­bankans.

Vinnum að sjálf­bærri fram­tíð

Við tökum sjálf­bærni­mál al­var­lega. Við erum mjög stolt af því að sam­kvæmt nýju UFS-mati al­þjóð­lega greiningar­fyrir­tækisins Susta­ina­l­ytics er Lands­bankinn í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrir­tækið hefur mælt í Evrópu. Það er mikil­vægt að al­menningur og fjár­festar hafi tæki­færi til að taka beinan þátt í að efla vægi á­byrgra og sjálf­bærra fjár­festinga, t.d. með því að fjár­festa í hinum nýja sjóði, Eigna­dreifing sjálf­bær. Við munum á næstu misserum halda á­fram að kynna til sögunnar vörur sem hafa sjálf­bærni að leiðar­ljósi. Það er Lands­banki nýrra tíma.