En allt kemur fyrir ekki. Há­værar raddir halda því enn fram að vísinda­legar rann­sóknir á gróður­húsa­á­hrifum og hnatt­rænni hlýnun af manna­völdum séu ekki nægi­lega sann­færandi. Slíkar full­yrðingar eru stundum studdar þeirri stað­reynd að það er snjór úti í garði. Snjór í garði = Kuldi = Engin hnatt­ræn hlýnun í mínum garði.

Dreifing falskra upp­lýsinga, sem kallast lygar í dag­legu tali, skapar upp­lýsinga­ó­reiðu og margir vita ekki hverju þeir eiga að trúa. Hvað er rétt og hvað er lygi? Fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti vann sér það, meðal annars, til frægðar að skil­greina lygar sem nýja út­gáfu stað­reynda, „alternati­ve facts“.

Yfir­gnæfandi meiri­hluta gróður­húsa­á­hrifa má rekja til brennslu jarð­efna­elds­neytis; kola, hrá­olíu og jarð­gass. Fyrir­tæki, og þjóð­ríki, sem byggja auð sinn á sölu elds­neytis eiga gríðar­lega mikið undir þeim við­skiptum. Þau eiga líka fjár­magn sem greiðir fyrir falskar vísinda­rann­sóknir – rann­sóknir sem eru grunnur lyganna sem lofts­lags­afneitunar­sinnar byggja heims­sýn sína á.

Ég efast um að lofts­lags­af­neitun­ar­sinni neiti af hefja krabba­meins­með­ferð með þeim rökum að hann sé ekki nægi­lega sann­færður um að vísinda­rann­sóknir styðji við gagn­semi geisla- og lyfja­með­ferða. Þá er lang­sótt að ætla að af­neitunar­sinninn neiti að keyra yfir brýr eða fljúga, þó hann þekki ekki til hlítar þau lög­mál sem burðar­þol og afl­fræði byggja á. Það græðir enginn á því að dreifa lygum um krabba­meins­með­ferðir, flug­vélar og brýr.

Vísinda­rann­sóknir hafa fært okkur lífs­gæði og vel­sæld sem til­vera okkar og líf byggja á. Þó það sé stundum snjór úti í garði þá stendur húsið okkar, jörðin okkar, í ljósum logum. Það er stað­reynd.