Skoðun

Er ó­lög­legt að nauðga á Ís­landi?

Það er nánast löglegt að nauðga konum á Íslandi. Brotabrot af nauðgurum munu þurfa að svara að einhverju leyti fyrir brot sín. Þetta kallar sumir að við lifum í réttarríki. Réttlætið sé það sem komi í veg fyrir að nauðgurum sé refsað. Ef það væri öðruvísi, þá værum við verri. Best sé að fáum nauðgurum sé refsað, það er að segja ef þeir neita sök. 

Lykilatriði. Ef þú kannt að segja nei geturðu nauðgað án þess að hafa áhyggjur.

Það er hlustað á það nei.

Einhverjar konur á Íslandi dirfðust að tjá tilfinningar sínar gagnvart þessu ástandi með því að gerast kjaftforar þegar verjandi dæmds barnaníðings vildi að fórnarlömb skjólstæðings síns myndu helst bara fyrirgefa honum. Ég bar og ber virðingu fyrir verjandanum, en þessi ummæli voru í besta falli taktlaus.

En að vera kjaftfor í ástandi þegar það er nánast löglegt að nauðga þér... það er ekkert!

Ef ég ætti að velja milli þess að vera uppnefndur eða að það sé ekkert hægt að gera í því að mér sé nauðgað, er augljóst hvað ég myndi velja.

Ekkert okkar hefur þetta val þó. Sum okkar, um það bil helmingur, á í mikilli hættu að verða nauðgað á sinni ævi, og yfirgnæfandi líkur að sú nauðgun muni ekki enda með nokkurri refsingu.

Er það furða að í slíku ástandi þá reiðist konur? Að þær noti ekki kurteisustu orðin sín? Ég hef undanfarna daga séð fólk sem ég lít upp til og virði tala eins og það eina sem hafi gerst er að einhverjar konar hafi allt í einu orðið dónar, sem hafi bitnað á saklausum verndara réttlætisins.

Að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um að vilja búa í réttarríki eða í heykvíslaræði er svo ósanngjarnt og ömurlegt að ég sá mig knúinn til að skrifa þessar línur hér. Það er mér þvert um geð.

Ef einhver vill vita hverju ég myndi stinga upp á til að laga þann fáránlega halla sem er í refsingum á kynferðisofbeldi þá segi ég þetta hér: Ef andlegir áverkar væru metnir að hálfu á við líkamlega myndi ástandið lagast strax.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Fjölgun hjúkrunar­fræði­nema við HA
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir

Skoðun

Breytt klukka – betri líðan
Erla Björnsdóttir

Skoðun

Að breyta í verki
Sandra Hlíf Ocares

Auglýsing

Nýjast

Tækifærin í ferðaþjónustu
Arnheiður Jóhannsdóttir

Um gildar „ástæður“ gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands
Lára Magnúsardóttir

Skrifaðu veggjöld
Hanna Katrín Friðriksson

Sannleikurinn um elstu konuna
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Hnípin þjóð
Kolbrún Bergþórsdóttir

Frá Brexit til Íslands
Þorvaldur Gylfason

Auglýsing