Skoðun

En hvað með þig?

Fyrirmyndir.

Ég á mér allt of margar fyrirmyndir í lífinu. Það speglast við það að mig langar til að gera allt of margt í lífinu. Einn daginn langar mig til að verða þetta þegar ég verð stór og hinn daginn hitt. En nú er maður kominn á þann aldur að maður þyrfti að fara velja. Það er svo sem aldrei of seint að velja. Sumir eiga bara mjög auðvelt með að velja og eru staðráðin í því að verða það sem fyrirmyndin var eða er. Einhver úr fjölskyldunni, kennari, nágranni eða fólk sem maður bara þekkir ekki neitt geta öll verið fyrirmyndir. Fyrirmyndin þarf ekkert endilega að tengjast leik og starfi. Hún getur líka tengst kurteisi, virðingu fyrir náunganum og almennri hegðun.

Fyrirmyndir í pólitík

Í pólitík eru tvær fyrirmyndir sem mig langar að nefna sérstaklega. Nýlega komnar á sjónarsviðið, þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Áslaug Arna. Frábærar, ungar konur sem bera virðingu fyrir örðum og sýna það að maður þarf ekki að fara öskrandi í pólitík. Þær standa bara fast á sínu en tilbúnar til að hlusta á önnur sjónarmið. Maður þarf ekki að vera í aldursflokknum miðaldra til að byrja í pólitík. Á listanum hjá okkur sjálfstæðisfólki á Akureyri er einmitt í 5. sæti ung fyrirmynd sem heitir Berglind Ósk. Berglind mun útskrifast með meistarapróf í lögfræði í júní í sumar og ætlar sér að verða bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina og akkúrat það sem pólitíkin þarf. Pólitíkin þarf fleiri af yngri kynslóðinni. Ungt fólk með ferskar hugmyndir og ákveðnar skoðanir á því hvernig samfélagið á að vera fyrir þá sem búa og alast upp í því.

Berglindi í bæjarstjórn

Samkvæmt skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri sem var gerð fyrir Vikudag dagana 23. apríl til 4. maí. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4 bæjarfulltrúa ef kosið yrði nú og aðrir minna. Ef þessi könnun verður að veruleika væri  meðalaldurinn í bæjarstjórn 48 ára . Yngsti bæjarfulltrúinn væri 38 ára. Þetta finnst mér ekki gott og þörf á að yngja upp í bæjarstjórn. Akureyringar þurfa ungan frambjóðanda sem lætur verkin tala, vinnur að því að hér sé gott að búa þannig annað fólk vilji búa hér. Samkvæmt könnuninni er Berglind á kantinum. Ég vil Berglindi í bæjarstjórn á Akureyri. En hvað með þig kjósandi góður? Ef þú vilt fulltrúa unga fólksins í bæjarstjórn er Berglind helsta vonin. Við viljum gera bæinn betri fyrir unga fólkið og setjum x við D.

Höfundur er í 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

​Grænni og vænni
Oddný G. Harðardóttir

Skoðun

Nýjustu tölur úr Reykjavík
Eyþór Arnalds

Skoðun

Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Sannir íþróttamenn
Haukur Örn Birgisson

Móttaka hælisleitenda í Reykjanesbæ
Kjartan Már Kjartansson

Þvert á kynslóðir
Kjartan Hreinn Njálsson

Kjaradeilan – Að höggva á hnútinn
Skúli Thoroddsen

Er mennt máttur?
Gunnar Alexander Ólafsson

Breiða sáttin
Guðmundur Steingrímsson

Auglýsing