Skoðun

Ekki sam­­­göng­­u­m­­át­­inn sem skipt­­ir máli held­­ur sam­­­göng­­urn­­ar

Í síðast­liðinni viku sat ég og las mér til skemmtunar og fróð­leiks, dag­skrá Evrópskrar sam­göngu­viku, sem nú stendur yfir um alla Evrópu, í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. 

Þar gladdi mig að sjá að þar er öllum tegundum sam­gangna gert jafn hátt undir höfði, sama hvort fólk notar strætó eða bif­hjól, eða eitt­hvað annað. Sam­kvæmt rann­sóknum og prófunum sem gerðar hafa verið í nokkrum borgum á megin­landi Evrópu, hefur komið í ljós að einn fljót­legasti og um­hverfis­vænsti kostur í borgar­um­ferð er mótor­hjólið; þar eru allar gerðir mótor­hjóla með­taldar, allt frá Vespum upp í stór ferða­hjól. 

Við erum lík­lega flest sam­mála um að Strætó væri besti kosturinn ef ekki kæmi til sú stað­reynd að strætó­kerfið er ekki vel skipu­lagt og myndi að öllum líkindum kosta flest sem það myndu nota, þre­falt lengri ferða­tíma en í einka­bíl, eða á bif­hjóli. Strætó væri samt hægt að nota alla daga ársins, sama hvort ferðinni er heitið til vinnu, eða að hitta vinina á kaffi­húsi í mið­bæ borgarinnar. Það er bara eitt sem kemur í veg fyrir að fólk noti al­menningss­sam­göngur og það er skil­virkni þess kerfis, eða öllu heldur skortur á skil­virkni. Gleymum ekki að tími kostar líka peninga. 

Gerum öllum sam­göngu­mátum jafn hátt undir höfði 

Góðar sam­göngur í borgum gera öllum veg­far­endum jafn hátt undir höfði, sama hvort þeir nota strætó, reið­hjól, postula­hestana eða önnur úr­ræði til að komast til og frá vinnu, með börnin í leik­skóla eða á í­þrótta­æfingar, nú eða bara mið­aldra karlar sem þurfa að keyra ofan af Kjalar­nesi í Mos­fells­bæ til að mæta á kór­æfingu, konur sem vilja hitta aðrar konur og eiga leið frá Norð­linga­holti niður í mið­bæ borgarinnar, eða unga fólkið að skreppa í bíó, hvaðan sem það svo kemur. 

Þess vegna hryggir það mig þegar ég les stefnu og dag­skrá Reykja­víkur­borgar á Sam­evrópskri Sam­göngu­viku: Þar er ekki gert ráð fyrir neinu öðru en reið­hjólum og strætó... 

Ég hef ekkert á móti hvorugum sam­göngu­mátanum, en við verðum ein­fald­lega að vera í sam­bandi við raun­veru­leikann þegar kemur að sam­göngum, ekki bara á höfuð­borgar­svæðinu, heldur líka um allt land. Skil­virkni sam­gangna er höfuð­málið, ekki hvaða fara­tæki er notað. Marga daga ársins viðrar vel fyrir reið­hjól, en er það skil­virkt ef maður þarf að sinna fleiri erindum en að fara til og frá vinnu ? Ef við skoðum hverning það er að fara með barn til dag­mömmu, barn í skóla, koma sér til vinnu og taka svo sömu sveiflu á leiðinni heim; er eitt­hvað sam­göngu­tæki sem skarar fram­úr? 

Er betra að sitja fastur í strætis­vagna­röð frá Höfða­bakka niður undir Háa­leitis­braut?

Ef við gefum okkur að allir sem fara til vinnu á hverjum morgni frá út­hverfum höfuð­borgar­svæðisins (Kjalar­nes, Mos­fells­bær, Grafar­holt, Grafa­vogur, Ár­túns­holt, Ár­bær, Norð­linga­holt, Sel­foss) og færu niður Ár­túns­brekku, myndu sleppa bílnum og fara með strætó til vinnu sinnar þá gæti vagna­röðin náð frá Höfða­bakka niður undir Háa­leitis­braut, á öllum 3 ak­reinum og helmingur fólksins væri að fara í öfuga átt, vegna þess að kerfið býður ekki upp á aðra kosti, miðað við nú­verandi stöðu. 

Ef við skoðum svo manninn sem býr á Kjalar­nesi og vinnur í Hafnar­firði; hvernig gengur honum að komast til og frá vinnu ? Hann getur tekið fyrsta vagn í Grunda­hverfi rétt eftir klukkan 7 að morgni. 

Hann væri svo í mið­bæ Hafnar­fjarðar um klukkan 9:00 og þaðan gæti hann gengið, eða beðið eftrir vagni til vinnu­staðar og með smá lagni væri hann mættur til vinnu um klukkan 9:30 ár­degis. Þá á við­komandi eftir að skila af sér 9 klukku­stunda vinnu­degi. Við skulum segja að hann sleppi út um klukkan 19. Ef allt gengur upp, og við gerum alltaf ráð fyrir því, er við­komandi kominn heim um klukkan 21. Þá er hann ekki búinn að skjótast með dótturina í ballett, eða soninn á körfu­bolta­æfingu, hvað þá að hann hafi komist í Bónus, en það getur hann alltaf gert um helgina, þá er opið í búðunum. 

Það er ljóst að bif­hjól sem ber 2 (öku­mann og far­þega) tekur minna pláss en bíll, meira að segja minna pláss en smá­bíll. Ef helmingur þeirra sem væru á leið til vinnu notuðu bif­hjól, væri hægt að stytta ferða­tímann, minnka mengun og létta mörgum veg­farandanum lundina. Það sama má segja um reið­hjólin; með skipu­lagðri aukningu reið­hjóla­stíga um allt höfuð­borgar­svæðið væri hægt að gera mörgum fleirum kleift að nota reið­hjól til og frá vinnu. Að hjóla á um­ferðar­götu þar sem hraðinn er 50 kíló­metrar, eða hærri, er ekki boð­legt þegar kemur að öryggi reið­hjóla­manna og á­byrgðar öku­manna bif­reiða. 

Er ekki tíma­bært að borgar­yfir­völd sinni bættum sam­göngum og hætti að ein­blína á sam­göngu­mátann?

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur
Sigur­björn Árni Arn­gríms­son og Steinn Jóhanns­son

Bakþankar

Blæbrigði
Sirrý Hallgrímsdóttir

Fastir pennar

Partí­leikur Sig­mundar Davíðs
Sif Sigmarsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Martröð
Kristín Þorsteinsdóttir

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Skýr leiðarvísir
Hörður Ægisson

Ekki metin er til fjár
Þórlindur Kjartansson

Jólaeftirlitið
María Rún Bjarnadóttir

Mannasiðir
Ólöf Skaftadóttir

Auglýsing